201. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (Spørsmål)

Informasjon

Speech type
Spørsmål
Speech number
201
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég beini spurningu minni til danska samstarfsráðherrans. Menningararfur er hverri þjóð mikilvægur og réttmætt að þjóðir heims hafi yfir sínum menningararfi að ráða. Á nýafstöðnu og vel heppnuðu þingi Norðurlandaráðs æskunnar, sem fór fram um liðna helgi, var samþykkt einróma ályktun um að fornminjum og menningarverðmætum sem aðildarríki Norðurlandaráðs hafa í sinni vörslu verði skilað til norrænu upprunalandanna, óski þau þess.

Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja, en barátta Íslendinga frá því að tekin var upp heimastjórn árið 1904 við að fá handritin heim er aðeins eitt af óteljandi dæmum um að þjóðir sem áður voru undir stjórn herraþjóða eða voru nýlendur berjast fyrir því að fá menningarverðmæti sín til baka frá fyrrum nýlenduherrum. Vissulega hefur einhver árangur náðst en betur má ef duga skal.

Mun ráðherrann beita sér fyrir því að þjóðararfi Íslendinga sem enn er að finna í Danmörku verði skilað til Íslands?

Skandinavisk oversettelse

Jeg retter mit spørgsmål til den danske samarbejdsminister. Kulturarven er vigtig for enhver nation og det er berettiget, at verdens nationer selv råder over deres kulturarv. På den nyligt overståede og vellykkede session i Ungdommens Nordiske Råd, der fandt sted her i weekenden, vedtog man enstemmigt en resolution om, at oldtidsminder og kulturskatte, der opbevares i Nordisk Råds medlemslande, skal tilbageleveres til deres nordiske ophavslande, såfremt disse måtte ønske det.

Fortiden skal tænkes ind, når fremtiden skal bygges, men islændingenes kamp for at få de gamle håndskrifter hjem, som blev indledt, da hjemmestyret blev oprettet i 1904, er blot et af utallige eksempler på nationer i tidligere vasalstater eller kolonier, der kæmper for at få deres kulturskatte tilbageleveret fra de tidligere koloniherrer. Der er unægtelig opnået resultater, men det kan gøres endnu bedre.

Vil ministeren arbejde for, at den islandske kulturarv, der stadigvæk opbevares i Danmark, vil blive tilbageleveret til Island?