221. Oddný G. Harðardóttir (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
221
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Virðulegi forseti. Við ræðum nú fjárhagsáætlun norrænu ráðherranefndarinnar 2024. Samtal hefur staðið yfir frá því á sumar- og haustmánuðum 2022 þegar nefndir og flokkahópar Norðurlandaráðs settu fram tillögur sínar varðandi fjárhagsáætlunina. Forystur Norðurlandaráðs á síðasta og þessu ári hafa síðan haldið vel utan um þær samningaviðræður sem í hönd fóru milli Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndarinnar og endanlegt samkomulag var í höfn um mitt þetta ár. Samkomulagið um fjárhagsáætlun inniheldur 20,5 milljónir danskra króna. Þar af fer meiri hlutinn í að efla norræna menningu, menntun og rannsóknir, en einnig er veitt verulegt fjármagn í önnur verkefni, líkt og ráðherrann fór yfir hér áðan.

Norðurlandaráð hefur fengið margt í gegn með samkomulaginu. Það sem er þó áfram deilt um eru forsendur viðræðnanna og grundvallarreglan um fastan fjárhagsramma til fjögurra ára á árunum 2021–2024 með tiltölulega miklum niðurskurði á sviði menningar- og menntamála. Vinnan við fjárhagsáætlunina 2025 er vitanlega þegar hafin og við í komandi íslensku formennskunni hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er við hana í samstarfi við komandi formennsku Svía í Norrænu ráðherranefndinni. Ljóst er að sömu mál og áhersluatriði verða áfram sett í forgang af hálfu Norðurlandaráðs, norrænum borgurum og norrænu samstarfi til hagsbóta.

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Nu diskuterer vi Nordisk Ministerråds budget for 2024. En dialog har fundet sted siden sommeren og efteråret 2022, da Nordisk Råds udvalg og partigrupper fremlagde deres udspil til budgettet. Efterfølgende har Nordisk Råds præsidentskab både sidste år og i år taget godt hånd om de forhandlinger, der fulgte mellem Nordisk Råd og Nordisk Ministerråd, hvor et kompromis blev opnået midt på året i år. Budgetkompromiset er på 20,5 millioner danske kroner. Størstedelen går til styrkelse af nordisk kultur, uddannelse og forskning, mens anselige beløb også bevilges til andre projekter, som ministeren gennemgik tidligere.

Nordisk Råd fik meget igennem med kompromiset. Det, der dog stadigvæk er uenighed om, er forhandlingernes forudsætninger og princippet om en fast budgetramme på fire år i perioden 2021-2024 med væsentlige nedskæringer på området for kultur og uddannelse. Budgetarbejdet for 2025 er selvfølgelig gået i gang, og vi i det kommende islandske præsidentskab glæder os til det arbejde, der venter os, i et samarbejde med Sveriges kommende formandskab i Nordisk Ministerråd. Det står klart, at samme emner og hovedpunkter fortsat bliver prioriteret af Nordisk Råd til gavn for nordiske borgere og det nordiske samarbejde.