232. Josua Gabriel Davidsson (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
232
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Það er yndislegt að sjá börn og ungt fólk vera sett svo hátt og vera virt í Norðurlandasamstarfinu. Þetta eru mjög flott markmið sem við erum að sjá hérna. Það er líka mjög flott að sjá þann árangur sem náðst hefur fyrir börn og ungt fólk og það er mjög mikilvægt. Við viljum sjá ykkur vinna í þessu áfram á næstu árum.En þetta er samt ekki fullkomið og það vantar suma hluti.

Í mörgum þeim viðburðum sem talað er um í skýrslunni er ekki alveg skýrt hverjir það eru sem taka þátt. Það stendur að þetta séu ungliðar en það stendur ekki hvaða ungliðar. Ungliðar eru ekki einsleitur hópur. Við erum jafn fjölbreytt og allir hérna inni. Við komum frá öllum löndunum á Norðurlöndunum og líka úr öllum flokkum. Og svo eru líka ungliðar sem eru ekki í pólitík. Ef þið takið bara UNR þá eruð þið bara að tala um pólitíska ungliða og stundum þarf að fara út fyrir það. Annar galli er líka að meira að segja þegar það eru viðburðir sem eiga að vera fyrir pólitíska ungliða þá er okkur ekki boðið og það fer í gegnum aðrar leiðir. Stundum hefur verið farið í gegnum landsráðin eða eftir öðrum leiðum. En það er best að þegar verið er að tala um norræn mál í norrænni pólitík þá þarf að bjóða norrænum pólitíkusum, sem er ungmennaráðið þegar  um ungt fólk er að ræða. Þess vegna vil ég að það verði unnið að því að fá réttu hópana og rétta markhópinn þegar það er verið að reyna að ná í ungliða. Takk fyrir.

Skandinavisk oversettelse

Det er vidunderligt at se, hvor højt børn og unge bliver værdsat og respekteret i det nordiske samarbejde. Det er meget flotte mål, vi ser her. Det er også meget flot at se de resultater, der er opnået for børn og unge, og det er meget vigtigt. Vi ser gerne, at I arbejder videre med dette i de kommende år. Alligevel er det ikke fejlfrit, og der mangler stadigvæk noget.

I mange af de arrangementer, der nævnes i rapporten, fremgår det ikke klart, hvem deltagerne er. Der nævnes unge, men der står intet om, hvilke unge der er tale om. Unge er ikke en homogen gruppe. Vi er lige så forskellige som alle herinde. Vi kommer fra alle de nordiske lande og også fra alle partier. Derudover er der unge, som ikke er politisk aktive. Hvis I blot tager UNR, så taler I kun om politisk aktive unge, og nogle gange må man søge bredere. En anden fejl er, at når der er arrangementer for en politisk ungdom, så bliver vi ikke inviteret, og invitationerne går via andre kanaler. Nogle gange går det via landsrådene eller andre kanaler. Men når der drøftes nordiske emner i nordisk politik, så bør man invitere unge politikere, som er Ungdommens Nordiske Råd, når det handler om unge. Derfor ser jeg gerne, at der arbejdes for at nå ud til de rigtige grupper og den rigtige målgruppe, når man forsøger at få fat i de unge. Tak for ordet.