233. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
233
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Til að tryggja að börn nái að lifa í farsæld og nái árangri á eigin forsendum þurfum við að vinna alla uppbyggingu næstu kynslóðar í kringum einstaklinginn sjálfan, í kringum börnin sjálf. Þau eiga ekki að þurfa að passa í fyrirframákveðna kassa. Þessu þarf að vera öfugt farið. Kerfið, menntakerfið og öll þjónustan sem við byggjum upp þarf að passa börnunum okkar, þannig að þau sem þurfa stuðning fái hann og þau sem geta flogið hærra verði efld til þess. 

Þrátt fyrir fögur orð í skýrslum og einlægan metnað í málefnum barna eru samt of mörg börn og ungmenni sem ná ekki fullnægjandi námsárangri, eiga ekki vini eða líður bara ekki nógu vel. Ungmenni detta úr námi og taka ekki virkan þátt í samfélaginu og þeim börnum sem sýna alvarlega áhættuhegðun fer fjölgandi. Það er sorgleg staðreynd að börn á Norðurlöndunum eiga ekki öll jafna möguleika á farsæld, alveg öfugt við þau gildi sem við höfum í hávegum og þau orð sem koma fram í lögum og stefnum sem við setjum.

Það er á okkar ábyrgð að tryggja að við byggjum hvert barn upp með farsæld, framfarir og seiglu að leiðarljósi og að öll börn njóti sömu tækifæra. Við þurfum að styðja við alla þá sem vinna með börnunum okkar á hverjum einasta degi. Stöndum vörð um hvert barn hér á Norðurlöndunum. Setjum þau og farsæld þeirra, tækifæri, menntun og líðan í forgang. Höfum hagsmuni þeirra að leiðarljósi við allar okkar ákvarðanir. Þau eru framtíðin, þeirra eru tækifærin og þau treysta á okkur sem hér sitjum. Við þurfum að búa til þannig umhverfi að þau nái að blómstra sem fullorðnir einstaklingar. Það er mikilvægt að það gangi vel og að við tökum niður öll síló í þeim kerfum sem við erum að vinna með og látum barnið verða hjartað í kerfinu.

Skandinavisk oversettelse

For at sikre, at børn formår at opleve succes og opnå resultater på deres egne præmisser, er vi nødt til at styrke den næste generation ud fra personen selv, ud fra børnene selv. De behøver ikke passe ind i forudbestemte kasser. Det må være omvendt. Systemet, uddannelsessystemet og alle de tjenester, vi skaber, skal passe til vores børn, så dem, der har brug for støtte, får den, og dem, der kan flyve højere, bliver opmuntret til det. 

Til trods for smukke ord i rapporter og en oprigtig ambition på børneområdet er der alligevel for mange børn og unge, der ikke opnår de ønskede læringsresultater, ikke har venner eller simpelthen ikke trives godt nok. Unge dropper ud af skolen og deltager ikke aktivt i samfundet, og antallet af børn, der udviser alvorlig risikoadfærd, er stigende. Det er en trist kendsgerning, at ikke alle børn i Norden har lige muligheder for succes, stik imod de værdier, vi sætter højt, og de ord, der står i de love og strategier, vi har sat.

Det er vores ansvar at sikre, at hvert barn bliver styrket med succes, fremskridt og robusthed som den overordnede ledetråd, og at alle børn får lige muligheder. Vi må støtte alle, der arbejder med vores børn i det daglige. Lad os værne om alle børn i Norden. Lad os prioritere dem, deres succes, muligheder, uddannelse og trivsel. Lad deres interesser være vores ledetråd i alle vores beslutninger. De er fremtiden, mulighederne er deres, og de sætter deres lid til os, der sidder her. Vi må skabe rammer, hvor de formår at udfolde sig som voksne individer. Det er vigtigt, at det fungerer, og at vi fjerner al silotænkning i de systemer, vi arbejder med, og lader barnet være hjertet i systemet.