255. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Innlegg)

Informasjon

Type
Innlegg
Tale nummer
255
Status
Waiting for transcription
Dato

Takk kærlega fyrir þetta. Það er mjög ánægjulegt að við heyrum sameiginlegan áhuga á öflugu norrænu rannsóknasamstarfi. Það er tekið fram í samþykktum NordForsk að stofnunin skuli hafa frumkvæði að vettvangi fyrir umræðu um rannsóknastefnuna, en rannsóknaráðin í löndunum og stjórn NordForsk hittast árlega til að ræða norræna rannsóknasamstarfið. Það tryggir að hægt sé að ræða norrænar rannsóknir út frá pólitískri forgangsröðun ríkisstjórnanna og út frá norrænum virðisauka og tækifærum.

Árlegur ráðherrafundur norrænu ráðherranefndarinnar er að öðru leyti hinn venjulegi vettvangur til að ræða rannsóknastefnu milli ráðherranna. Spurningin beindist kannski að breiðari vettvangi rannsóknastefnunnar, en ráðherrar hafa ekki rætt það ennþá. En það gæti verið málefnalegt að velta því fyrir sér hvernig við gætum þróað það samtal frekar innan þess ramma sem við höfum nú þegar og eflt framtíðaráherslurnar í rannsóknasamstarfinu og samtalið við þingmenn.

Það er árlegur fundur milli formanns MRU og nefnda Norðurlandaráðsþings. Þingið er líka vettvangur þar sem ráðherrar hitta þingmenn og taka til sín áherslur þeirra í samstarfinu, en það  má kannski hugsa sér að nýta aðra vettvanga, eins og hina árlegu sumarfundi eða annað. Ég held að mikilvægasta leiðin sem þingmenn hafa sé að leggja áherslu á norrænar rannsóknir í ykkar starfi í samráði við ríkisstjórnirnar. Það væri líka áhrifaríkasta leiðin til að hafa áhrif á forgangasröðun á rannsóknarþemum. En það er líka hægt að miðla upplýsingum til skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar og umsýsluaðila NordForsk svo að þau heyri ykkar sjónarmið og áherslur og forgangsröðun.

Að því sögðu langar mig bara að þakka kærlega fyrir þessa umræðu. Það er mjög ánægjulegt að fá tækifæri hér til að ræða öflugt norrænt rannsóknasamstarf og ræða hvar við getum gert betur sem ein heild í því. Takk fyrir.

Skandinavisk oversettelse

Mange tak for det. Det er meget glædeligt, at vi mærker en fælles interesse for et stærkt nordisk forskningssamarbejde. Det fremgår af NordForsks vedtægter, at institutionen skal tage initiativ til et forum for forskningspolitisk debat, og at de nationale forskningsråd og NordForsks bestyrelse mødes en gang om året for at drøfte det nordiske forskningssamarbejde. Dette sikrer en mulighed for at drøfte nordisk forskning ud fra regeringernes politiske prioriteringer og med udgangspunkt i nordisk merværdi og muligheder.

Det årlige ministermøde i Nordisk Ministerråd er i øvrigt ministrenes almindelige diskussionsforum om forskningspolitik. Spørgsmålet drejede sig måske om et bredere forskningspolitisk felt, men ministrene har endnu ikke diskuteret dette. Men det kunne være relevant at reflektere over, hvordan vi kunne videreudvikle denne samtale inden for de eksisterende rammer, og styrke det fremtidige fokus for forskningssamarbejdet og dialogen med parlamentarikerne.

Der er et årligt møde mellem MR-Us formand og Nordisk Råds udvalg. Sessionen er også et forum, hvor ministrene mødes med parlamentarikerne og lytter til deres prioriteringer i samarbejdet, men man kunne måske overveje at udnytte andre lejligheder, f.eks. de årlige sommermøder eller andet. Jeg tror, den vigtigste vej for parlamentarikerne er at fokusere på nordisk forskning i jeres arbejde i samråd med regeringerne. Det ville også være den mest effektive måde at påvirke prioriteringen af ​​forskningstemaer på. Men man kan også formidle information til Nordisk Ministerråds sekretariat og NordForsks forvaltningsorgan, for at de kan høre jeres synspunkter og prioritering.

Når det er sagt, vil jeg gerne takke for denne debat. Det har været en fornøjelse at få lejlighed til at diskutere et stærkt nordisk forskningssamarbejde, og hvordan vi kan forbedre det i fællesskab. Tak for ordet.