258. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
258
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Miðjuflokkahópurinn stendur að baki tillögunni og það er ánægjulegt að í umræðu þekkingar- og menningarnefndar tókst okkur að sameina nokkrar aðildartillögur í eina, sem felur í sér heildstæða tillögu sem getur stuðlað að því að gera Norðurlöndin að eftirsóknarverðu svæði fyrir námsmenn.

Við höfum hér tillögu Miðjuflokkahópsins um aukinn hreyfanleika nemenda en einnig tillögu sameiginlegan námsmannaafslátt í almenningssamgöngum á Norðurlöndum. Það eru margir nemendur sem kjósa að stunda nám erlendis og oft í öðru norrænu ríki. Margir Íslendingar velja sér það, svo ég taki nærtækt dæmi, en hlutfallið sem velur að mennta sig innan Norðurlandanna er þó frekar lágt, sem er synd.

Til að auka norræna samþættingu er mikilvægt að nemendur sjái tækifærin sem fylgja því að sækja sér menntun innan Norðurlandanna og hér þurfum við út frá pólitísku sjónarhorni að hjálpa hvert öðru og beita hinni sterku norrænu samvinnu með það að leiðarljósi að auðvelda ungu fólki að sækja sér nám í öðru norrænu ríki.

Til að auðvelda námsmönnum ferðalög innan Norðurlandanna er ekki síður mikilvægt að auðvelda ferðalög með námsmannaafslætti á Norðurlöndunum. Hér er um að ræða mikilvægt mál sem er algerlega í takti við þann sameiginlega metnað okkar að gera Norðurlöndin að samþættasta svæði í heimi og í samræmi við framtíðarsýn 2030. 

Skandinavisk oversettelse

Det er midtergruppen, der står bag forslaget, og det er glædeligt, at det under kundskabs- og kulturudvalgets drøftelse lykkedes os at slå flere medlemsforslag sammen til ét samlet forslag, der kan bidrage til, at Norden bliver en attraktiv region for studerende.

Her har vi midtergruppens forslag om øget mobilitet for studerende, men også et forslag om fælles studierabat i den kollektive trafik i Norden. Mange studerende ønsker at studere i udlandet, ofte i et andet nordisk land. Mange islændinge vælger det, for at tage et nærliggende eksempel, men procentdelen, der vælger at tage en uddannelse inden for Norden, er relativt lav, hvilket er en skam.

For at styrke den nordiske integration er det vigtigt, at de studerende ser de muligheder, der følger med at uddanne sig i Norden, og her skal vi fra politisk side hjælpe hinanden og bruge det stærke nordiske samarbejde med henblik på at gøre det lettere for unge at tage en uddannelse i et andet nordisk land.

For at gøre det lettere for studerende at rejse for inden for Norden er det lige så vigtigt at gøre rejserne nemmere med en studierabat i de nordiske lande. Der er tale om et vigtigt emne, der er helt i tråd med vores fælles ambition om at gøre Norden til verdens mest integrerede region og i tråd med Vores vision 2030.