280. Oddný G. Harðardóttir (Innlegg)
Informasjon
Forseti. Kæru vinir. Rannsóknir sýna að líðan 15 ára stúlkna hefur hrakað mjög mikið á undanförnum árum á Norðurlöndum. Ég get nefnt tölur úr íslensku rannsókninni. Árið 2022 telja einungis 27% 15 ára stúlkna staðhæfinguna „ég er ánægð með líf mitt“ eiga við um sig. Sama mynstur kemur fram þegar skoðað er það hlutfall barna sem segir að sú fullyrðing að þau séu hamingjusöm eigi mjög vel við sig. Hamingjusömum drengjum og stúlkum fækkar umtalsvert. 57% 15 ára drengja sögðust vera hamingjusamir árið 2018 á Íslandi borið saman við 49% árið 2022. Hjá stúlkum lækkaði hlutfallið úr 40% í 28% á sama tíma. 64% stúlkna fundu fyrir depurð vikulega eða oftar árið 2022 samanborið við 48% árið 2018. Aukinn kvíði er sömuleiðis áhyggjuefni, en 77% stúlkna finna fyrir kvíða vikulega eða oftar samanborið við 38% drengja. Það er vaxandi munur á milli kynjanna í þessum efnum og hefur verið alveg frá árinu 2007, en vanlíðan stúlkna fer þó hratt versnandi síðastliðin fjögur ár og munur á líðan drengja og stúlkna vex mikið á sama tíma.
Á öllum Norðurlöndunum er sama þróun og við þurfum að taka á þessu alvarlega máli saman. Þess vegna er þetta þingmál og það að því verði fylgt eftir mjög mikilvægt fyrir okkur öll í norrænu ríkjunum.
Skandinavisk oversettelse
Præsident. Kære venner. Forskningen viser, at 15-årige pigers trivsel er blevet meget forværret i de senere år i de nordiske lande. Jeg kan nævne resultater fra et islandsk forskningsprojekt. I 2022 kunne kun 27 % i gruppen af 15-årige piger identificere sig med udsagnet ”jeg er tilfreds med mit liv”. Det samme mønster gør sig gældende, når man ser på procentdelen af børn, der siger, at udsagnet om, at de er lykkelige, er meget sandt for dem. Antallet af lykkelige drenge og piger falder markant. 57 % af 15-årige drenge sagde, at de var lykkelige i 2018 i Island, sammenlignet med 49 % i 2022. For piger faldt andelen fra 40 % til 28 % i samme periode. 64 % af pigerne mærkede tristhed ugentligt eller oftere i 2022, sammenlignet med 48 % i 2018. Øget nervøsitet er også urovækkende, hvor 77 % af pigerne oplever nervøsitet mindst en gang om ugen, sammenlignet med 38 % af drengene. Der er en voksende forskel mellem kønnene i denne henseende lige siden 2007, men pigers mistrivsel er blevet hastigt forværret de seneste fire år, og forskellen på drenges og pigers trivsel vokser i samme periode.
Vi ser den samme udvikling i hele Norden, og vi må håndtere dette alvorlige problem i fællesskab. Derfor er det et emne på sessionen, og det, at der bliver fulgt op på det, er meget vigtigt for os alle i Norden.