289. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Hovedinnlegg)

Informasjon

Speech type
Hovedinnlegg
Speech number
289
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir það tækifæri að fá að kynna starf ráðherranefndarinnar á sviði heilbrigðis- og félagsmála á liðnu ári. Ég vil líka byrja á því að þakka Norðurlandaráði fyrir aðkomu þess að málaflokknum, hún var einmitt rædd á þemaþingi ykkar í mars. Ekki síst vil ég þakka samráðið um komandi samstarfsáætlun 2025–2030.

Síðustu ár hafa einkennst af heimsfaraldri, stríði í Úkraínu, orkukreppu og vaxandi verðbólgu. Þess vegna höfum við sem sinnum heilbrigðis- og félagsmálum lagt mikla áherslu á að fylgja því eftir hvaða áhrif þessir atburðir hafa haft á stöðu viðkvæmra hópa. Meginmarkmiðið með norrænu samstarfi á sviði félags- og heilbrigðismála er að skapa aðgerðir og lausnir sem koma að gagni við stefnumótun og við að tryggja sjálfbærni norrænu velferðarsamfélaganna.

Hvað varðar framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar til ársins 2030 þá er það forgangsmál okkar að skapa félagslega sjálfbær Norðurlönd þar sem öll geta búið við heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem einkennist af gæðum, jafnræði og öryggi. Á sviði félagsmála eru eftirköst kórónuveirufaraldurs, sérstaklega hvað varðar börn og ungmenni,  og einsemd og einangrun eldra fólks á meðal verkefna sem unnið er að innan málefnasviðsins. Þátttaka ungs fólks í menntun, atvinnu og samfélagi er enn í forgangi hjá ráðherrunum sem og samstarf við stofnanir borgarasamfélagsins og aðkomu notenda velferðarþjónustunnar. Á þessu ári höfum við auk þess látið vinna mat á þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í innan heilbrigðissamstarfsins síðustu tíu ár út frá tillögum Bos Könbergs. Við hlökkum til að sjá niðurstöðurnar sem munu nýtast  við gerð nýrrar samstarfsáætlunar.

Aðrir áhersluþættir í samstarfinu eru þverfagleg verkefni um sameiginlegar aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi, heilbrigðisgögn, rafræna heilbrigðisþjónustu og stafvæðingu, fjarþjónustu á sviði heilsugæslu og umönnunar og aukið norrænt samstarf um viðbúnað í heilbrigðismálum.

Árið 2023 höfum við einbeitt okkur að stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk, haldið leiðtogafund um geðheilbrigðismál og rætt áskoranir velferðarsamfélagsins á norrænni ráðstefnu um velferðarmál. Hvað varðar stafrænt aðgengi vil ég vekja athygli á ráðherrayfirlýsingu sem ég og norrænir kollegar mínir undirrituðum á fundi í Reykjavík í mars á þessu ári. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að norrænu löndin skuli vinna saman að því að þróa stafrænt aðgengi og vinna að innleiðingu algildrar hönnunar á Norðurlöndum.

Þetta er bara stutt yfirferð yfir nokkur af þeim verkefnum sem unnið hefur verið að innan málaflokksins en í skýrslunni sem þið hafið fengið koma fram ítarlegri upplýsingar um aðgerðir á sviði heilbrigðis- og félagsmála.

Ég vil í lokin geta þess að við sem sinnum heilbrigðis- og félagsmálum leggjum mikið upp úr samstarfinu með tilliti til sameiginlegra áskorana og miðlunar reynslu og þekkingar. Þetta er sérstaklega mikilvægt á krísutímum þegar við höfum mikinn hag af samstarfi hvert við annað. — Ég þakka áheyrnina. 

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Jeg vil begynde med at takke for denne lejlighed til at orientere om ministerrådets arbejde på social- og sundhedsområdet i det forgangne år. Jeg vil også begynde med at takke Nordisk Råd for at bidrage til dette område, som også blev diskuteret på jeres temasession i marts måned. En særlig tak for dialogen i forbindelse med det kommende samarbejdsprogram for 2025-2030.

De seneste år har været kendetegnet af pandemi, krig i Ukraine, energikrise og stigende inflation. Derfor har vi, som beskæftiger os med social- og sundhedspolitik, lagt stor vægt på, at følge op på hvordan disse hændelser har påvirket udsatte gruppers stilling. Hovedformålet med et nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet er at skabe initiativer og løsninger, der kan bruges i udarbejdelsen af strategier samt sikre bæredygtigheden i de nordiske velfærdssamfund.

Hvad angår Nordisk Ministerråds Vision 2030, så er vores prioritering at skabe et socialt bæredygtigt Norden, hvor alle har mulighed for at modtage sundheds- og velfærdstjenester, der kendetegnes af kvalitet, ligestilling og tryghed. På det sociale område er efterdønningerne af COVID-19-pandemien, især blandt børn og unge, samt ældres ensomhed og isolation blandt de projekter, der arbejdes med på dette emneområde. Unges deltagelse i uddannelse, arbejde og samfundet prioriteres stadigvæk af ministrene, såvel som samarbejde med civilsamfundets institutioner og involvering af velfærdstjenesternes brugere. I år har vi også bestilt en evaluering af de initiativer, der er blevet iværksat i samarbejdet om sundhedspolitik, ud fra Bo Könbergs forslag, i de seneste 10 år. Vi glæder os til at se konklusionerne, som vil kunne benyttes ved udformningen af et nyt samarbejdsprogram.

Andre fokusområder i samarbejdet er tværsektorielle projekter vedrørende fælles indsatser mod antibiotikaresistens, sundhedsdata, elektroniske sundhedsydelser og digitalisering, fjerntjenester på sundheds- og omsorgsområdet og øget nordisk samarbejde om et beredskab på sundhedsområdet.

I 2023 har vi sat fokus på digital tilgængelighed for personer med handicap, arrangeret et topmøde om psykisk sundhed og diskuteret velfærdssamfundets udfordringer på en nordisk konference om velfærd. Med hensyn til adgangen til digitale tjenester vil jeg gerne gøre opmærksom på en ministererklæring, som mine nordiske kolleger og jeg vedtog på et møde i Reykjavik i marts i år. Erklæringen slår fast, at de nordiske lande skal arbejde sammen om at udvikle adgang til digitale tjenester og arbejde for en implementering af design for alle i Norden.

Dette er blot en kort gennemgang af nogle af de projekter, der er i gang på dette område, men redegørelsen, som I har modtaget, indeholder mere detaljeret information om indsatser på social- og sundhedsområdet.

Til sidst vil jeg nævne, at vi, som beskæftiger os med social- og sundhedspolitik, lægger stor vægt på et samarbejde om fælles udfordringer og erfarings- og vidensdeling. Dette er særlig vigtigt i krisetider, hvor vi har stor gavn af at samarbejde med hinanden. — Tak for, at I lyttede.