294. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
294
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þingmönnum kærlega fyrir afskaplega góð innlegg hér í dag og ætla að reyna að bregðast við einhverju af því sem hér hefur komið fram.

Almennt séð reynir ráðherranefndin af fremsta megni að bregðast við þeim áskorunum sem upp koma eins og best sést á viðbrögðum okkar við kórónuveirufaraldrinum og öllum þeim verkefnum sem sett hafa verið í gang hvað það varðar.

Hér var aðeins komið inn á rafræna lyfseðla. Það er unnið að því nú milli Finnlands og Svíþjóðar að það verði hægt að nota rafræna fylgiseðla árið 2024 og síðan á milli allra Norðurlandanna árið 2025. Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er að komast á réttan stað.

Varðandi sýklalyfjaónæmi þá er það mjög stórt áherslumál hjá norrænu ráðherranefndinni, ekki bara í heilbrigðis- og félagsmálanefndinni heldur líka sem viðkemur landbúnaði og umhverfismálum. NordForsk er þar með verkefni og ég veit að í sænsku formennskunni er áhugi á að lyfta þessum málum sérstaklega upp.

Hér var líka komið inn á endurskoðunina á félagsmálasamningnum. Þar er endurskoðunarnefndin að fara af stað. Þetta er stórt og flókið efni sem við viljum leggja góða vinnu í. Ég skil óþolinmæði þingmannsins. Ég er sjálfur mjög óþolinmóður maður. Þetta er flókið mál og ég get því ekki sett tímasetningu, því miður, Johan, en við munum vinna þetta eins hratt og vel og hægt er.

Aðeins varðandi öldrunarmál. Ég vil benda á það að í formennsku Íslands höfum við verið að leggja áherslu á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við höfum verið að lyfta upp og erum að vinna að á Íslandi sem ég veit að verið er að vinna að á fleiri Norðurlöndum. Þarna held ég að við getum unnið enn þá meira saman.

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Jeg vil gerne takke parlamentarikerne for deres særdeles gode indlæg her i dag, og jeg vil forsøge at svare på noget af det, der er blevet sagt her.

Generelt gør ministerrådet sit bedste for at håndtere de udfordringer, der opstår, hvilket fremgår af, hvordan vi agerede i forbindelse med COVID-19-pandemien og alle de projekter, der blev iværksat i den forbindelse.

Nu vil jeg komme lidt ind på e-recepter. Finland og Sverige arbejder nu sammen om at kunne tage elektroniske indlægssedler i brug i 2024 og derefter mellem samtlige nordiske lande i 2025. Det er meget glædeligt at se, at dette er ved at tage form.

Hvad gælder antibiotikaresistens, så er det en meget vigtig sag for Nordisk Ministerråd, ikke blot på social- og sundhedsområdet, men også i landbruget og på miljøområdet. NordForsk har et projekt om emnet, og jeg ved, at det svenske formandskab er interesseret i at løfte dette område yderligere.

Der blev også nævnt en opdatering af den nordiske socialkonvention. Opdateringsgruppen er ved at indlede sit arbejde. Det er et stort og kompliceret område, som vi vil arbejde intenst med. Jeg forstår parlamentarikerens utålmodighed. Selv er jeg en utålmodig mand. Der er tale om et indviklet emne, og jeg kan ikke sætte en dato på, desværre, Johan, men vi vil arbejde med det så hurtigt og grundigt som muligt.

Lidt om ældreområdet. Jeg vil gøre opmærksom på, at det islandske formandskab har lagt vægt på at integrere social- og sundhedstjenester. Det er en af de opgaver, vi har løftet og er i gang med i Island, og som jeg ved, at man også arbejder med flere steder i Norden. Der tror jeg, vi kan arbejde endnu mere sammen.