295. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Hovedinnlegg)

Informasjon

Speech type
Hovedinnlegg
Speech number
295
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Forseti. Hreyfing er allra meina bót. Ég þakka fyrir að fá það tækifæri að gera grein fyrir starfi ráðherranefndarinnar um fötlunarmál fyrir síðustu tvö ár.

Stefnumótun í fötlunarmálum snýst um að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem engin eru skilin út undan. Norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks á að vera skilvirkt tæki sem ýtir undir þátttöku fatlaðs fólks með aukinni miðlun þekkingar á Norðurlöndum og nánara samstarfi um málefni fatlaðs fólks. Það er því ánægjulegt að kynna hér greinargerðina um norrænt samstarf á sviði fötlunarmála því að hún sýnir að við höfum átt öflugt samstarf síðustu tvö árin.

Norræn stefnumótun á sviði fötlunarmála tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og á þátt í að gera framtíðarsýn okkar 2030 að veruleika, sérstaklega hvað varðar félagslega sjálfbær Norðurlönd þar sem algild hönnun, aðgengi og inngilding eru mikilvæg sjónarmið.

Enginn vafi leikur á að vitund um málefni fatlaðs fólks og sýnileika þess hefur aukist. Því ber að fagna. Þrátt fyrir það sýna tölur að fatlað fólk verður oft fyrir ójafnrétti og einangrun. Í vegi fatlaðs fólks eru hindranir sem skerða tækifæri þess til að lifa sjálfstæðu lífi og taka þátt í samfélaginu á sömu forsendum og aðrir.

Árin 2022 og 2023 hafa verið sérlega þýðingarmikil í norrænu samstarfi um málefni fatlaðs fólks. Verkefnum framkvæmdaáætlunarinnar fyrir árin 2018–2022 var lokið með viðunandi hætti. Í janúar var síðan gefin út ný norræn samstarfsáætlun um málefni fatlaðs fólks sem gildir fyrir árin 2023–2027. Áætlunin er nátengd starfsemi ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál en er þverfagleg og snertir fjölda málaflokka. Áherslusvið áætlunarinnar eru þrjú: mannréttindi, hlutdeild og frjáls för. Innan hvers áherslusviðs er síðan unnið að fjölda verkefna.

Í greinargerðinni er fjallað um valin verkefni á vegum ráðherranefndarinnar sem unnið hefur verið að á tímabilinu 1. janúar 2022 til 31. ágúst í ár. Norræna velferðarmiðstöðin hefur komið á traustri miðlun þekkingar og reynslu með verkefnastarfsemi sinni, aflað og unnið úr þekkingu auk þess að koma tengslanetum á laggirnar á mörgum sviðum. Fötlunarráðið veitir ráðgjöf í öllu opinberu norrænu samstarfi og hefur átt þátt í þróun og gangsetningu verkefna framkvæmdaáætlunarinnar og samstarfsáætlunarinnar og veitt álit um forgangsverkefni bæði norsku og íslensku formennskunnar.

Norræna samstarfsáætlunin um fötlunarmál er stefnumótandi plagg fyrir málaflokkinn og skapar ramma fyrir alþjóðlegt samstarf sem á síðustu tveimur árum hefur birst í norrænum hliðarviðburðum á fundum aðildarríkja samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fara fram á hverju ári.

Að lokum vil ég nefna yfirlýsinguna um norrænt samstarf um stafrænar lausnir fyrir fatlað fólk sem norrænu félags- og heilbrigðisráðherrarnir undirrituðu í mars. Þar er undirstrikað að við á Norðurlöndum viljum í sameiningu ráðast gegn stafrænni einangrun og markmið hennar er að öll hafi aðgang að hinum stafræna heimi sem á svo margan hátt gerir okkur kleift að taka þátt í samfélagi nútímans.

Skandinavisk oversettelse

Præsident. Motion hjælper mod alt. Jeg vil sige tak for muligheden for at redegøre for ministerrådets arbejde på handicapområdet i de seneste to år.

Strategi på handicapområdet handler om at bygge et bæredygtigt samfund, hvor ingen havner udenfor. Det nordiske samarbejde på handicapområdet skal være et effektivt redskab for at inkludere personer med handicap ved hjælp af øget spredning af viden i Norden og et tættere samarbejde om handicap. Det er derfor en fornøjelse at kunne fremlægge redegørelsen om det nordiske samarbejde på handicapområdet, fordi den viser, at vi har haft et stærkt samarbejde i de seneste to år.

Nordisk handicappolitik bygger på FN's konvention om rettigheder for personer med handicap og bidrager til opnåelse af Vores vision 2030, især i forhold til et socialt bæredygtigt Norden, hvor design for alle, tilgængelighed og inklusion er vigtige aspekter.

Der hersker ingen tvivl om, at der er en øget bevidsthed om personer med handicap og deres synlighed. Det er glædeligt. Til trods for dette viser tal, at personer med handicap ofte bliver udsat for diskrimination og isolation. Personer med handicap støder på forhindringer, der mindsker deres muligheder for at leve et selvstændigt liv og deltage i samfundet på samme vilkår som andre.

Årene 2022 og 2023 har været særlig betydningsfulde i det nordiske samarbejde på handicapområdet. Handlingsplanens projekter i perioden 2018-2022 blev afsluttet på en tilfredsstillende måde. I januar udkom et nyt nordisk samarbejdsprogram på handicapområdet, der gælder for perioden 2023-2027. Programmet er forankret i ministerrådets arbejde på social- og sundhedsområdet, men det er tværsektorielt og berør flere emneområder. Programmet har tre fokusområder: menneskerettigheder, deltagelse og fri bevægelighed. Inden for hvert fokusområde er der flere projekter i gang.

Redegørelsen omtaler udvalgte projekter i ministerrådets regi, som man har arbejdet med i perioden fra 1. januar 2022 til 31. august i år. Nordisk Velfærdscenter har etableret en solid udveksling af viden og erfaringer via sine projektaktiviteter, samlet og bearbejdet viden samt etableret netværk på flere områder. Rådet for nordisk samarbejde om handicap er et rådgivende organ i alt officielt nordisk samarbejde, og har bidraget til udviklingen og iværksættelsen af handlingsplanens projekter og ytret sig om både det norske og det islandske formandskabs prioritetsprojekter.

Det nordiske program for handicapsamarbejde er et strategisk dokument for området og udstikker rammerne for et internationalt samarbejde, som i de seneste to år har manifesteret sig i nordiske side-events på FN’s årlige møder for de stater, der har tilsluttet sig FN’s Konvention om rettigheder for personer med handicap.

Til sidst vil jeg nævne erklæringen om et nordisk samarbejde om digitale løsninger for personer med handicap, som de nordiske social- og sundhedsministre vedtog i marts måned. Deri understreges det, at vi i Norden ønsker at kæmpe sammen mod digitalt udenforskab, og målet er, at alle skal have adgang til den digitale verden, som på så mange måder gør det muligt for os at deltage i det moderne samfund.