296. Guðmundur Ingi Kristinsson (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
296
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Forseti. Velferðarnefndin fagnar skýrslu ráðherra um norrænt samstarf um fötlunarmál 2023–2027, sem er stefnumótandi samstarfsskjal norrænu ráðherranefndarinnar á sviði fötlunarmála og byggist á tillögu og aðgerðum síðustu tveggja framkvæmdaáætlana um úttektir og viðeigandi stefnumótun í alþjóðlegu samstarfi. 

Í mars 2023 kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt norrænum félags- og heilbrigðisráðherrum ráðherrayfirlýsingu um stafrænar lausnir fyrir fatlað fólk og að brjóta niður allar hindranir og aðrar krísur í atvinnulífinu sem hindra leiðir fatlaðs fólks inn í framtíðina.

Að tryggja mannréttindi og styðja við málefni barna og ungs fólks með fötlun á ekki að vera vandamál, hvað þá að virða óskir þeirra og þarfir. Það ber að hafa þau með í ákvarðanatöku fullorðinna og mikilvægt að sterk rödd þeirra heyrist. Stefna í málefnum fatlaðs fólks á að felast í að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem enginn er skilinn útundan og sjá til þess að markmiðið um inngildingu fatlaðs fólks í öllu samfélaginu séu virtar.

Það er búið að kortleggja málefni fatlaðs fólks á Norðurlöndum í fjölda greinargerða og skýrslna, svo mörgum að ef þeim væri staflað upp þá væru þær á við stóra stökkpallinn á Holmenkollen. Gerum því ekki fleiri skýrslur um fatlað fólk heldur förum strax — núna — að nota niðurstöður úr öllum þessum góðu skýrslum og greinargerðum til að bæta líf þeirra. Notfærum okkur allar kostnaðarsömu skýrslurnar og greinargerðirnar sem gerðar hafa verið um málefni fatlaðs fólks og það með öllum þessum flottu tölfræðilegu upplýsingum sem skýra út með enn flottari línuritum, súluritum eða kökuritum hvað þarf að gera. Er ekki kominn tími til að hætta að hækjast áfram og draga lappirnar í fötlunarmálum hér á norðurslóðum og fara að standa okkur enn betur og það strax í dag?

Þá efast ég ekki um að við erum sammála um að fatlað fólk á ekki að vista á stofnun án samþykkis þess. Allt fatlað fólk; börn, ungt fólk, fullorðnir, hefur rétt á að velja sinn samastað. Er ekki hæstv. ráðherra, nafni minn, sammála þessu?

Að lokum: Munum og virðum kjörorð þeirra sem búa við fötlun: Ekkert um okkur án okkar.

Skandinavisk oversettelse

Præsident. Velfærdsudvalget hilser ministerens redegørelse om det nordiske samarbejde om handicap 2023-2027 velkommen, som er Nordisk Ministerråds strategiske dokument for handicapsamarbejdet, og bygger på forslag og initiativer i de to seneste handlingsplaner om evaluering og relevant strategisk planlægning i internationalt samarbejde. 

Social- og arbejdsmarkedsminister Guðmundur Ingi Guðbrandsson fremlagde i marts 2023, sammen med de øvrige nordiske social- og sundhedsministre, en ministererklæring om digitale løsninger til personer med handicap og om at nedbryde alle forhindringer og andre kriser i arbejdslivet, der udgør hindringer for personer med handicaps vej ind i fremtiden.

At sikre menneskerettigheder og støtte børn og unge med handicap bør ikke være et problem, endsige at respektere deres ønsker og behov. De bør inddrages, når voksne træffer beslutninger, og det er vigtigt, at deres stærke stemme bliver hørt. En handicapstrategi bør bestå i at opbygge et bæredygtigt samfund, hvor ingen er udeladt, og sikre, at målet om at inkludere personer med handicap i hele samfundet respekteres.

Forholdene for personer med handicap i Norden er blevet kortlagt i en mængde rapporter og redegørelser, så mange, at hvis de blev stablet oven på hinanden, ville de være på højde med den store skihopbakke i Holmenkollen. Lad derfor være med at skrive flere rapporter om personer med handicap, men gå i stedet for i gang — med det samme — med at følge op på konklusionerne i disse fine rapporter og redegørelser med henblik på at forbedre deres liv. Lad os gøre brug af alle de dyre rapporter og redegørelser, der er udarbejdet om personer med handicap, som med flotte statistiske oplysninger, og endnu flottere grafer, søjlediagrammer og cirkeldiagrammer, forklarer, hvad der bør gøres. Er det ikke på tide at vi holder op med at humpe og slæbe fødderne efter os på handicapområdet her i det nordlige og går i gang med at præstere bedre, allerede i dag?

Derudover er jeg ikke i tvivl om, at vi er enige om, at personer med handicap ikke skal anbringes på en institution uden deres samtykke. Alle personer med handicap; børn, unge og voksne, har ret til selv at vælge, hvor de skal bo. Er højtærede minister, min navnebror, ikke enig i det?

Til sidst: Lad os huske og respektere mottoet hos personer med handicap: Intet om os, uden os.