299. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
299
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmönnum kærlega fyrir þessa góðu umræðu. Mig langar að byrja á því að vekja athygli á óháðri úttekt frá árinu 2021 sem sýnir að aðgerðir síðustu fjögurra ára hafa skilað norrænni nytsemi, „nordisk nytte“, og að samstarfið hafi stuðlað að því að uppfylla framtíðarsýnina um að Norðurlöndin verði félagslega sjálfbær, samfélagið algilt, aðgengilegt og inngildandi. Þetta er jákvætt. Við erum síðan komin með nýja áætlun fyrir 2023–2027 sem við vinnum eftir.

Ég held að við getum sagt að það hafi almennt gengið vel að bæta þjónustu og aðgengi fatlaðs fólks á Norðurlöndum en vinnunni er auðvitað engan veginn lokið. Öll þau okkar sem höfum komið að málefnum fatlaðs fólks, ég tala nú ekki um fatlað fólk sjálft, vita að vinnunni er svo sannarlega ekki lokið. það eru margar hindranir enn þá í samfélaginu, hvort sem við horfum til náms eða starfa eða bara einfaldlega þess að komast um. Norræna samstarfið hins vegar auðveldar okkur að komast yfir þessar hindranir og mér þykir mjög vænt um norrænt samstarf í þessum málaflokki ekki síst og að fá að heyra ykkar raddir hérna skiptir miklu máli.

Ég er líka ánægður með áherslur norrænu ráðherranefndarinnar á síðustu árum á alþjóðlegu víddina þar sem við höfum m.a. haldið viðburði í tengslum við fundi aðildarríkja samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og við höfum verið að lyfta upp málefnum fatlaðs fólks á alþjóðlegum vettvangi. Það skiptir máli, því að þó svo að það sé ekki allt fullkomið hér á Norðurlöndunum í málefnum fatlaðs fólks þá er það betra en mjög víða annars staðar og í mínum huga ber okkur skylda til þess að lyfta þessum málaflokki sem hluta af því sem við tölum um í hvert skipti sem við tökum orðið mannréttindi okkur í munn á alþjóðlegum vettvangi, rétt eins og við tölum um þau sjálfsögðu mannréttindi sem snúa að jafnrétti kynjanna eða þau sjálfsögðu mannréttindamál sem réttindi hinsegin fólks eru. — Ég þakka fyrir orðið. 

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Jeg vil gerne takke parlamentarikerne for en god debat. Jeg vil gerne begynde med at gøre opmærksom på en uafhængig evaluering fra 2021, som viser, at de seneste fire års tiltag har resulteret i en nordisk nytte, og at samarbejdet har bidraget til at opfylde visionen om, at Norden bliver en socialt bæredygtig region. Samfundet skal være for alle, både tilgængeligt og inkluderende. Det er positivt. Vi har nu et nyt program for perioden 2023-2027, som vi arbejder ud fra.

Jeg tror, ​​vi kan sige, at det generelt er lykkedes at forbedre tjenester og tilgængeligheden for personer med handicap i Norden, men opgaven er selvfølgelig på ingen måde afsluttet. Alle vi, der har beskæftiget os med handicapområdet, for ikke at glemme selve personerne med handicap, ved, at arbejdet bestemt ikke er slut, der er stadig mange hindringer i samfundet, hvad enten vi ønsker at studere, arbejde eller blot at kunne komme frit rundt. Det nordiske samarbejde derimod gør det lettere for os at overvinde disse hindringer, og jeg holder meget af det nordiske samarbejde, ikke mindst på dette område, og det gør en forskel at høre jeres stemmer her.

Jeg er også glad for Nordisk Ministerråds fokus i de senere år på den internationale dimension, hvor vi bl.a. har afholdt arrangementer i forbindelse med mødet mellem medlemslandene i FN's Konvention om rettigheder for personer med handicap, og vi har rejst problemerne for personer med handicap på den internationale scene. Det gør en forskel, for selv om ikke alt er perfekt her i Norden, på handicapområdet, så er forholdene bedre end mange andre steder, og efter min mening har vi en forpligtelse til at tage dette emneområde op som en del af det, vi taler om, hver gang vi taler om menneskerettigheder på den internationale scene, ligesom vi taler om de immanente menneskerettigheder, der består i ligestilling mellem kønnene eller de immanente menneskerettigheder, der gælder LGBT+-personer og deres rettigheder. — Tak for ordet.