317. Hanna Katrín Friðriksson (Replikk)

Informasjon

Speech type
Replikk
Speech number
317
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Ég þakka fyrir áhugaverða framsögu á mikilvægu og áhugaverðu máli. Mig langar aðeins að nefna eitt sem hefur verið töluvert rætt í mínum heimahögum, á Íslandi, að við á hinum norrænu slóðum þurfum svolítið að hugsa hvernig við bregðumst við þessari auknu eftirspurn, ekki síst á meðal ungs fólks, eftir grænmeti og öðru í staðinn fyrir að fylla matseðilinn af kjöti eins og við kannski þekkjum sem eldri erum. Það er ekkert einfalt mál á norðlægum slóðum að fara út í ræktun á slíku, annars vegar er það, og hins vegar er geymslan önnur að einhverju leyti. Ég velti þessu fyrir mér og þætti gaman að fá umræðuna um það að það liggur fyrir að þetta er flóknara fyrir okkur í norðurhluta heimsins en á öðrum slóðum. Hvernig getum við styrkt hinar norðlægu slóðir í þessari yfirfærslu, t.d. frá kjöti yfir í grænmeti og ég tala nú ekki um ávexti, suðræna ávexti, og síðan geymslu á þessum matvælum? Hvernig fer þetta saman?