85. Bryndís Haraldsdóttir (Innlegg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
85
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Virðulegur forseti. Mig langar að þakka forsætisráðherra Svíþjóðar kærlega fyrir þessa kynningu. Fyrir hönd forsætisnefndar Norðurlandaráðs þá var þetta góð kynning og ég hlakka til að vinna með formennsku Svía á þessum vettvangi.

Örugg, græn og frjáls Norðurlönd er eitthvað sem skiptir okkur öll máli og við áttum okkur á því að orðið öryggi kemur núna fram í nánast öllum yfirlýsingum okkar.

Auðvitað er líka mikilvægt að áhersla sé lögð á baráttuna gegn landamærahindrunum. Við á Íslandi munum taka við keflinu, þ.e. formennskunni í Norðurlandaráði, og æskjum og vonumst eftir góðu samstarfi við Svíþjóð á næsta ári.

Samstarfið við norrænu ráðherranefndina er nú þegar mjög gott og við höfum verið í sérstaklega nánu samtali við ráðherranefndina á þessu ári til þess að ræða komandi tímabil í stóra verkefninu um framtíðarsýnina 2030.

Á fimmtudaginn munum við í íslensku landsdeildinni kynna formennskuáætlun okkar í Norðurlandaráði fyrir næsta ár og ég hef trú á því að í henni megi finna fjölmarga samstarfsfleti með þeirri sænsku, en hún ber yfirskriftina Friður og öryggi á norðurslóðum.

Það er ljóst að norræn samvinna stendur á miklum tímamótum þar sem væntanleg aðild Svíþjóðar að NATO mun opna mörg tækifæri en ógnir og áskoranir steðja líka að okkur. Þar þurfum við að horfa vökulum augum í allar áttir og vera tilbúin til enn nánara samstarfs en áður.

Við sjáum líka að Helsingfors-sáttmálinn okkar er til endurskoðunar í Norðurlandaráði og ég vænti þess að norræna ráðherranefndin muni hlusta vel á þá niðurstöðu sem við munum væntanlega kynna á Norðurlandaráðsþingi að ári í Reykjavík.

Ég þakka kærlega fyrir þessa kynningu.

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Jeg vil gerne takke Sveriges statsminister for denne præsentation. På vegne af Nordisk Råds præsidium så var der tale om en god præsentation, og jeg glæder mig til samarbejdet med det svenske formandskab i dette forum.

Et sikkert, grønt og frit Norden er noget, der betyder noget for os alle sammen, og det står klart, at ordet sikkerhed nu forekommer i næsten alle vores erklæringer.

Det er selvfølgelig også vigtigt at lægge vægt på kampen mod grænsehindringer. Vi i Island vil overtage stafetten, dvs. præsidentskabet i Nordisk Råd, og vi ønsker og håber på et godt samarbejde med Sverige i det nye år.

Samarbejdet med Nordisk Ministerråd er i forvejen meget godt, og vi har haft en særlig tæt dialog med ministerrådet i år for at drøfte den kommende periode med det store projekt om Vores vision 2030.

På torsdag vil vi i den islandske delegation præsentere vores præsidentskabsprogram i Nordisk Råd for det nye år. Jeg tror på, at der her kan findes ganske mange fælles samarbejdsflader med det svenske formandskabsprogram, og programmet har overskriften Fred og sikkerhed i Arktis.

Det siger sig selv, at det nordiske samarbejde befinder sig i et epokegørende øjeblik, hvor Sveriges forestående medlemskab af NATO vil skabe mange muligheder, men vi står også over for trusler og udfordringer. Da må vi være årvågne, se os godt omkring og være parate til et endnu tættere samarbejde end hidtil.

Vi ser også, at vores Helsingforsaftale er til gennemsyn i Nordisk Råd, og jeg forventer, at Nordisk Ministerråd vil lytte godt til de konklusioner, vi regner med at præsentere på Nordisk Råds session i Reykjavik om et år.

Jeg siger mange tak for præsentationen.