234. Katrín Jakobsdóttir (Response to reply)

Information

Speech type
Response to reply
Speech number
234
Date

Norðurlandaráð hefur talað mjög skýrt um að það verði að verja fjárveitingar til menningarmála sem eru þessi ákveðna undirstaða fyrir norrænt samstarf. Ég skil að það er erfitt að forgangsraða fjármunum og það er erfitt að leggja nýjar áherslur. Þá þarf auðvitað að finna jafnvægið á milli þessara nýju áherslna og þeirra grundvallarmála sem við viljum standa vörð um. Eins og ég hef skilið það, eftir mjög skýr skilaboð frá Norðurlandaráði, þá hefur verið ákveðið að auka þessar fjárveitingar til þessara undirstöðuþátta, þ.e. mennta- og menningarmála. Ég er þeirrar skoðunar sjálf að við þurfum alltaf að tryggja þennan grundvöll því að hann er þessi undirstaða sem allt hitt kemur ofan á.