222. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
222
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Forseti. Ég er hér fyrir dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Íslands, Jón Gunnarsson, sem biður kærlega að heilsa, en hann átti ekki heimangengt. Ísland tók við formennsku í Haga-samstarfinu í desember 2021. Áherslur í samstarfinu árin 2022–2024, líkt og norski samstarfsráðherrann nefndi hér áðan, hverfast í fyrsta lagi um áskoranir tengdar loftslagsbreytingum, í öðru lagi móttöku og veitingu aðbúnaðar til hjálparliðs sem gestgjafaþjóð, með leyfi forseta, „Host Nation Support“, og í þriðja lagi aðgerðir byggðar á reynslu af Covid-19 á sviði almannavarna. Í Haga-samstarfinu er unnið að þessum markmiðum í náinni samvinnu við framkvæmdaraðila.

Á ráðstefnu sem haldin var á Íslandi í september var fjallað um hvernig mæta mætti áskorunum vegna afleiðinga loftslagsbreytinga í norrænu samstarfi. Slík upplýsingaskipti meðal norrænna sérfræðinga eru grundvöllur að samþættingu svæðisins og uppbyggingu sérfræðiþekkingar til framtíðar. Auk þess að vinna að fyrrgreindum áherslum í samstarfinu hefur Ísland í formennskutíð sinni leitast við að stuðla að frekari samvinnu milli Haga-samstarfsins og Nordefco. Í formennskutíð Finna á síðasta ári áttu Haga og Nordefco í fyrsta sinn sameiginlegan fund. Á fundinum var stofnað til sameiginlegs vinnuhóps sem fékk það verkefni að gera úttekt á þeim norrænu æfingum þar sem samtvinna má almannavarnir og heræfingar í tengslum við mengun af völdum eiturefna, sýkla, geisla, kjarnorku eða sprengiefna. Má gera ráð fyrir að samstarfið haldi áfram undir formennsku Svíþjóðar sem fer þá með formennsku bæði í Nordefco og Haga-samstarfinu á næsta ári.

Forseti Íslands hefur jafnframt leitast við að auka sýnileika Haga-samstarfsins í formennskutíð sinni, m.a. á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Þá hafa fulltrúar Haga lagt ríka áherslu á að fjallað verði um samstarfið í útgefnu efni tengdu almannavörnum. Snemma í desember næstkomandi verður ráðherrafundur Haga haldinn í Reykjavík. Fundurinn mun marka endi á íslenskri formennskutíð Haga og upphaf þeirrar sænsku.

Að lokum: Í formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á næstu ári verða almannavarnir áfram í forgrunni. Verður leitast við að lyfta þessu mikilvæga málefni á fundum samstarfsráðherranna og auka upplýsingamiðlun milli landanna enda hafa ráðherranefndirnar reynst mikilvægur vettvangur fyrir samráð á þessu sviði.

 

Skandinavisk oversettelse

President! Jag talar här för Jón Gunnarsson, justitieminister i den isländska regeringen, som hälsar att han har förhinder. Island övertog ordförandeskapet i Haga-samarbetet i december 2021. Som den norska samarbetsministern redan har nämnt gäller samarbetets prioriteringar under perioden 2022–2024 för det första utmaningar på området klimatförändringar, för det andra mottagande och förfogande av resurser till biståndsstyrkor som värdland, om presidenten tillåter, ”Host Nation Support”, och för det tredje åtgärder som bygger på erfarenheter av att hantera Covid-19 inom civilförsvaret. Inom Haga-samarbetet arbetas det mot dessa mål i en nära samordning med olika aktörer.

På en konferens på Island i september diskuterades olika möjligheter för att i det nordiska samarbetet möta utmaningar som orsakas av klimatförändringar. Den typen av informationsutbyte mellan nordiska experter bildar grunden till regionens integration och uppbyggnad av expertkunskaper inför framtiden. Förutom samarbetets ovannämnda prioriteringar har Island under sin ordförandeperiod försökt uppnå en större samordning mellan Haga-samarbetet och Nordefco. Under Finlands ordförandeskap förra året träffades representanter för Haga och Nordefco för första gången på ett gemensamt möte. Då beslutades att tillsätta en gemensam arbetsgrupp med uppdraget att utvärdera nordiska övningar där civilt och militärt försvar kan samarbeta för att bekämpa kemiska, biologiska, radiologiska, nukleära och explosiva hot. Sverige kommer att inneha ordförandeskapet i både Nordefco och Haga-samarbetet nästa år och kommer då förmodligen att fortsätta detta samarbete.

President! Island har utöver detta arbetat för att öka Haga-samarbetets synlighet under sin ordförandeskapsperiod, bl.a. inom Nordiska ministerrådet. Ländernas representanter i Haga-samarbetet har också påpekat vikten av att omtala samarbetet i publikationer om civilt försvar. I början av december i år kommer Haga-samarbetets ministermöte att hållas i Reykjavik. Mötet markerar slutet på det isländska ordförandeskapet och början på det svenska.

Till slut: Civilt försvar kommer fortsättningsvis att vara i fokus under Islands ordförandeskap i Nordiska ministerrådet nästa år. Vi kommer att använda samarbetsministrarna möten för att lyfta denna viktiga fråga och öka kommunikationen mellan länderna, eftersom det har visat sig att ministerråden är viktiga forum för samordning på detta område.