234. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
234
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Já, takk kærlega fyrir. Ég þakka fyrir frábærar umræður hér í dag um þetta mál. Takk kærlega fyrir það. Ég vil byrja á því að segja vegna ræðu samstarfsráðherra Álandseyja þar sem hún benti á hið augljósa, að Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eru ekki með í Haga-samstarfinu, að það held ég að sé eitthvað sem þurfi að skoða. Varðandi innkaup lyfja og annarra bóluefna þá held ég, líkt og samstarfsráðherra Noregs sagði, að við höfum lært mikið af kórónuveirufaraldrinum þar. En ég er heldur ekki með það á hreinu hvar þetta stendur. Hins vegar finnst mér hugmyndin um það, það er mín persónulega skoðun, að gera þetta sameiginlega heillandi.

Til að svara Hönnu Katrínu, þ.e. hvort það sé ekki rétt að fá ráðherrana hingað sem eru í forsvari fyrir Haga-samstarfið þá tek ég undir það, ég held að það væri mjög gott og vonandi getum við gert það næst.

Aðeins varðandi spurningar og vangaveltur Heidi Greni, þá eru Hagar og Nordefco þegar að hittast, sem ég held að sé mikilvægt skref í rétta átt til þess að auka samstarfið þar á milli, þ.e. almannavarnaráðherranna og varnarmálaráðherranna. Það má nú kannski í þessu samhengi benda á nýja grunnstefnu Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO, þar sem verið er að taka miklu víðtækari  nálgun á öryggishugtakið, samþætta loftslagsmálin, horfa á tæknibreytingar, jafnréttismál, fæðuöryggi og þar fram eftir götunum.

Svo vil ég að lokum taka undir með Kathrine Kleveland um að styrkja tungumálanám og skilning á milli norrænu tungumálanna. Ég tek undir það sem hún sagði, að öll ættum við að reyna að tala norræn tungumál þegar við getum og bendi á það að nú er ég einmitt að tala norrænt tungumál.

 

Skandinavisk oversettelse

Ja, stort tack! Jag tackar för den utmärkta debatt som vi har haft om den här frågan i dag. Hjärtligt tack! Jag skulle vilja börja med att säga, med anledning av den åländska samarbetsministerns tal där hon påpekade det uppenbara faktum att Färöarna, Grönland och Åland inte är med i Haga-samarbetet, att jag tror det är något vi måste fundera på. Angående upphandling av vacciner och andra läkemedel så tror jag, precis som den norska samarbetsministern, att coronapandemin har lärt oss mycket. Jag vet inte heller tillräckligt mycket om var vi står angående det. Däremot tycker jag helt personligt att själva idén med gemensam upphandling är mycket tilltalande.

För att svara på Hanna Katríns fråga, d.v.s. om man inte borde inte bjuda hit de ministrar som är ansvariga för Haga-samarbetet, så håller jag med om att det vore en bra idé och förhoppningsvis kan vi göra det nästa gång.

Gällande Heidi Grenis frågor och funderingar så träffas representanter från Haga-samarbetet och Nordefco redan, vilket jag tror är ett viktigt steg i den riktning att öka samordningen ytterligare, d.v.s. mellan ministrar med ansvar för civilt respektive militärt försvar. I detta sammanhang kan man kanske också peka på Natos nya strategiska koncept, som bygger på ett mycket bredare säkerhetsbegrepp än förut, med integrering av klimatfrågor, ökad hänsyn till teknologiutveckling, jämställdhet, livsmedelstrygghet och så vidare.

Till slut skulle jag vilja ställa mig bakom det som Kathrine Kleveland sade om behovet av att stärka språkundervisningen och förståelsen mellan de nordiska språken. Jag tycker som hon att vi borde alla försöka tala ett nordiskt språk när detta är möjligt, och jag påpekar också att jag använder ett nordiskt språk precis nu.