318. Steinunn Þóra Árnadóttir (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
318
Speaker role
Nordisk Grønt Venstre
Date

Það er margt í þessari tillögu sem mér líst ágætlega á. Ég held að það sé mikilvægt að við vinnum saman að ýmsum hættum. Ég vil sérstaklega nefna þá náttúrulegu vá sem að okkur getur steðjað. En mig langar til að gjalda varhuga við því að blanda saman annars vegar borgaralegum stofnunum eða félagasamtökum og hins vegar hernaðarlegum; að forsætisnefndin skoði þetta alveg sérstaklega vel. Hernaðarleg mannvirki, hernaðarlegar stofnanir eru alltaf skotmörk í hernaði og þess vegna er mjög hættulegt að blanda þessu tvennu saman og getur það, að því er ég tel, komið enn verr út fyrir þá sem lenda í miðjunni í stríðsátökum. Ég vil gjalda varhuga við þessu og hvet til þess að þetta verði skoðað mjög vel.

Skandinavisk oversættelse:

Det är mycket som är bra i det här förslaget. Jag anser att det är viktigt att samarbeta för att ha beredskap för olika kriser. Jag tänker speciellt på naturkatastrofer som kan drabba oss. Men jag skulle vilja varna för att blanda ihop civila statliga eller icke-statliga organisationer med militära sådana; detta är något som presidiet måste se över med kritiska ögon. Militära byggnader, militära organisationer utsätts alltid för attacker i krig. Det medför därför stora risker att blanda ihop dessa två saker och jag anser att det också betyder ökade risker för de som hamnar mitt emellan när krig uppstår. Jag varnar för detta och uppmanar till att det ska ses över mycket noggrant.