378. Oddný G. Harðardóttir (Hovedindlæg)
Information
Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um þingmannatillögu um að auka vægi norræns samstarfs í löndunum. Vægi norræns samstarfs í löndunum skiptir afar miklu máli fyrir norræna samvinnu nú og þegar fram líða stundir. Norðurlandaráð hefur á undanförnum árum sýnt einbeittan vilja til að efla norrænt samstarf og auka vægi þess í löndunum. Norðurlandaráð hefur m.a. eflt samstarf við þjóðþingin, efnt til norrænnar framtíðarráðstefnu hér á þingi Norðurlandaráðs 2022 og vakið máls á nútímavæðingu og uppfærslu á Helsingfors-samningnum, en hann hefur ekki verið uppfærður í 27 ár. Norðurlandaráð hefur m.a. bent á mikilvægi þess að norræna ríkisstjórnasamstarfið verði útvíkkað og nái til fleiri málaflokka, þá einkum samfélagsöryggis, samgöngumála og utanríkis- og öryggismála.
Forsætisnefnd leggur þess vegna til að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að efla til sameiginlegra viðræðna ásamt Norðurlandaráði um það hvernig norrænu löndin geti í auknum mæli skuldbundið sig til að auka vægi norræns samstarfs.
Skandinavisk oversettelse
Ärade president! Jag presenterar ett betänkande om medlemsförslaget om nationell förankring av det nordiska samarbetet. Nationell förankring är av högsta vikt för det nordiska samarbetet både nu och inför framtiden. Nordiska rådet har de senaste åren visat beslutsamhet när det gäller att stärka det nordiska samarbetet och dess förankring i länderna. Rådet har bl.a. ökat sitt samarbete med de nationella parlamenten, organiserat en nordisk framtidsdebatt under Nordiska rådets session i år, 2022, och lyft fram behovet av att modernisera och revidera Helsingforsavtalet, som inte har uppdaterats på 27 år. Nordiska rådet har bl.a. pekat på vikten av att bredda samarbetet mellan de nordiska regeringarna för att omfatta ett större antal politikområden, framför allt samhällssäkerhet, transport och utrikes- och säkerhetsfrågor.
Presidiet föreslår därför att Nordiska rådet rekommenderar de nordiska regeringarna att initiera en gemensam diskussion med Nordiska rådet om hur de nordiska länderna i högre grad kan förplikta sig till att förankra det nordiska samarbetet.