38. Katrín Jakobsdóttir (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
38
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Við samþykktum þá sýn að Norðurlöndin verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi árið 2019, undir formennsku Íslands. Við áttum fund um stöðuna í morgun, forsætisráðherrarnir, og ég held að það sé ótvírætt að hún er búin að hafa mikil áhrif í því hvernig við erum að setja grænu málin í forgang alls staðar. Auðvitað gæti ég séð fyrir mér að hlutirnir gengju hraðar og mér finnst alveg tilefni til að ræða það á þessu þingi hvort það sé ástæða til þess að efla norrænt samstarf og þá er ég að tala um framlög þjóðanna til norræns samstarfs því að þau hafa ekki aukist til jafns við það að markmiðin hafa orðið metnaðarfyllri. Þannig að mér finnst ástæða til að ræða það hvort við eigum að forgangsraða norrænu samstarfi enn frekar í fjárframlögum okkar til þess að við náum þessum árangri, því að ég er ekki í  nokkrum vafa um að samstarf okkar mun auka árangur okkar í að ná markmiðum í loftslagsmálum. Það er svo margt sem við getum gert enn kröftugar sameiginlega þegar kemur að rannsóknum, þegar kemur að nýsköpun, en ekki síst til að tryggja réttlát umskipti og til að tryggja að það sé félagsleg vídd í þeim aðgerðum sem við grípum til gagnvart loftslagsvandanum. Þar held ég að Norðurlöndin hafi einstakt framlag fram að færa til heimsins. 

 

Skandinavisk oversettelse

Vi godkände 2019, under Islands ordförandeskap, visionen om Norden som världens mest integrerade och hållbara region. Vi statsministrar diskuterade status på detta i morse och jag tror att vi utan tvekan kan säga att visionen har haft en stor inverkan i och med att vi nu prioriterar de gröna frågorna överallt. Jag skulle naturligtvis gärna vilja se en snabbare utveckling och jag tycker absolut att det finns anledning att diskutera under den här sessionen om det finns ett behov av ökat nordiskt samarbete, och då avser jag ländernas finansiering av det nordiska samarbetet, som inte har ökat i takt med en mer ambitiös målsättning. Därför tror jag att det finns anledning att diskutera om vi borde prioritera det nordiska samarbetet ännu mer genom ökade anslag för att uppnå dessa resultat, för jag tvivlar inte på att vi kommer genom vårt samarbete att uppnå bättre resultat när det gäller klimatmålen. Det finns så många saker som vi kan göra på ett ännu mer slagkraftigt sätt när det gäller forskning, när det gäller innovation, men inte minst för att säkra en rättvis omställning och för att se till att våra åtgärder i kampen mot klimathotet har en social dimension. I det hänseendet tror jag att Norden kan ge ett unikt bidrag i ett globalt perspektiv.