78. Katrín Jakobsdóttir (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Hovedindlæg
Speech number
78
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Vinir í Norðurlandaráði og kæru vinir í hópi ráðherra. Við erum búin að vera að tala um stóru málin hér í dag, stríðið í Úkraínu og alvarlega stöðu á alþjóðavettvangi, bæði hér í umræðum okkar forsætisráðherranna við þingmenn og  ekki síður í umræðum Finnlandsforseta við þingið. Takk fyrir þátttöku þína hér, hún skiptir miklu máli. Það er mikilvægt að skynja einhuginn og samstöðuna hér í þessum hópi. Þó að okkur greini á um ýmis mál þá hafa Norðurlöndin staðið saman sem einn maður í þessum ótrúlegu kringumstæðum og fordæmt árásarstríð Rússlands, stutt við íbúa Úkraínu og staðið dyggan vörð um alþjóðalög og mannréttindi.

Það skiptir líka máli, þó að við stöndum frammi fyrir þessum miklu áskorunum í álfunni okkar, Evrópu, að við sinnum áfram öðrum verkefnum og sýnum samfellu í starfi okkar á sviði loftslagsmála, sem hafa auðvitað mikið verið rædd hér í dag, á sviði nýsköpunar, jafnréttismála, hinsegin réttinda og  í velferðar-, menningar- og menntamálum.

Norræna ráðherranefndin skiptir miklu máli því að hún skapar rammann fyrir samvinnu okkar og innan þess ramma er mjög frjór jarðvegur, eins og við heyrum bara á umræðum sem eru hér á þinginu. Þegar formennskuáætlun Íslands er skoðuð þá má finna öll þessi efni sem ég nefndi áðan.

Í ár eru 70 ár liðin frá því að formlega var stofnað til þessa þinghalds og samstarfið á þessum vettvangi hefur verið gæfuríkt og gjöfult fyrir Norðurlöndin, ekki síst fyrir okkur Íslendinga sem erum lítil þjóð sem njótum mjög góðs af því að eiga heima í þessari norrænu fjölskyldu.

Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um næstu áramót og yfirskrift formennskuáætlunar okkar er Norðurlöndin – afl til friðar. Þessi áætlun er að sjálfsögðu í samræmi við sýnina, sem við ræddum hérna áðan í leiðtogaumræðunum, til 2030, um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030 og ég er alveg viss um það að með norrænum samtakamætti getum við komist alla leið í það mark, þó að það séu alveg gríðarlega stór verkefni fram undan.

Aðgerðir gegn loftslagsvánni eru okkar brýnasta verkefni. Þar vilja Norðurlöndin vera fremst í flokki. Norrænt samstarf á þessu sviði er náið og öflugt og  þó að við séum ekki með sameiginlegar aðgerðaáætlanir eins og við ræddum hér áðan, þá erum við með sömu sýn.

Orkuskipti eru hafin í öllum löndum okkar en þeim þarf að hraða og þar getum við deilt þekkingu og reynslu af grænum orkugjöfum. Stríðið í Úkraínu hefur auðvitað sett orkuöryggi álfunnar í voða  og því hefur kannski sjaldan verið eins knýjandi og nú að snúa bökum saman. Ísland telur mikilvægt að við tölum einni röddu um þessi mál á alþjóðavettvangi og með umhverfisvernd, en ekki síður lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi því að í þeim grænu umskiptum sem þurfa að verða er lykilatriði að tryggja að þau umskipti verði réttlát. Þar tel ég að Norðurlöndin hafi í raun og veru einstaklega mikið fram að færa. Við erum þjóðir sem byggjum á sterkum velferðarkerfum, þjóðir sem höfum jöfnuð í hávegum og það eru þau gildi sem við eigum að hafa að leiðarljósi í öllum okkar aðgerðum gegn loftslagsvánni.

Ísland vill líka minna á að kynjasjónarmið og jafnréttissjónarmið eiga heima í öllu sem við gerum. Þau þurfa líka að vera leiðarljós í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Viðbrögð og þátttaka vinnumarkaðarins í loftslagsaðgerðum og grænum umskiptum verða í brennidepli á okkar formennskuári þar sem við ætlum að byggja á hinni ríku hefð sem við þekkjum á Norðurlöndum fyrir þríhliða samtali til að tryggja umbætur og samfélagslega sátt. Ég nefndi hér kynja- og jafnréttissjónarmiðin. Ég held reyndar að þegar við horfum á heiminn í dag að hann um margt betri ef fleiri konur væru við stjórnvölinn og þar held ég að við Norðurlöndin höfum góða sögu að segja, þar eru góðar ákvarðanir teknar þar sem við sitjum öll við sama borð; öll kyn, konur, karlar og hin kynin líka. Þar eru góðar ákvarðanir teknar. Ég minni bara á sameiginlega skuldbindingu Norðurlanda um A Green and Gender-Equal Nordic Region. 

Við höfum talað hér um sameiginlega sýn, öll norrænu löndin hafa sett sér markmið um kolefnishlutleysi og á formennskuárinu verður athyglinni beint að þeim möguleikum sem forsætisráðherra Noregs nefndi hér í fyrirspurnatímanum, um möguleika Norðurlanda á að fanga og farga kolefni á varanlegan hátt og þar getum við Íslendingar miðlað af reynslu okkar af því að binda kolefni í berg, sem hefur gefið góða raun. 

Með skírskotun til nýlegrar yfirlýsingar forsætisráðherra Norðurlanda mun Ísland á næsta ári gefa málefnum hafsins og grænni umbreytingu á nýtingu auðlinda hafsins sérstakan gaum. Þar vil ég líka minna á hið norræna frumkvæði varðandi alþjóðlegan samning gegn plastmengun í hafinu. Það er algjörlega risastórt verkefni. Ég get sagt ykkur það hér að ég var að tína rusl á ströndum Íslands fyrir ekki mjög löngu síðan. Þar fann ég plastflösku frá árinu 1976, það er árið sem ég fæddist, hún var búin að velkjast um í hafinu þegar ég fann hana, sem segir okkur allt um það að plastið — það fer ekki neitt. Það er bara í sjónum og dýrin í hafinu innbyrða allt þess plast með tilheyrandi hræðilegum afleiðingum. 

Ég þarf ekki að tala um stjórnsýsluhindranir við þennan hóp, það þekkjum við öll. Að ryðja þeim úr vegi er lykilforsenda þess að við náum takmarki okkar um samþættingu og samkeppnishæfni. Fá verkefni voru meira áberandi þegar ég var samstarfsráðherra Norðurlanda en einmitt að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi. Sameiginlegur vinnumarkaður og sameiginlegu mannauður Norðurlandanna eykur sannarlega samkeppnishæfni og velferð á svæðinu og við eigum að tryggja það að við öll fáum að taka þátt á vinnumarkaði á okkar eigin forsendum.  Við munum beina kastljósinu að launamun kynjanna og hvernig verðmæti starfa er metið með ólíkum hætti því að þar hefur hinn kynskipti vinnumarkaður mikil áhrif. Við erum búin að vinna að því ötullega á Íslandi að útrýma launamun kynjanna en það sem eftir stendur byggir ekki síst á því hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er og að við metum bara störf karla og kvenna með ólíkum hætti. 

Við munum sömuleiðis beina athyglinni að Norðurlöndum sem skapandi svæði. Þar skiptir menningin máli sjálfrar sín vegna. Þar veit ég að ráðherranefndin og Norðurlandaráð eru sammála því að það er þetta sem Norðurlandaráð hefur minnt okkur á á hverju einasta Norðurlandaráðsþingi. Við megum ekki gleyma menningunni, hún er undirstaðan fyrir okkar norrænu vináttu og norræna samstarf. Ég minni líka á að skapandi greinar hafa æ meira gildi í hagkerfinu. 

Við munum leggja áherslu á upplýsingatækni og stafræna þróun, að rafrænar lausnir verði aðgengilegar og síðast en ekki síst munum við leggja áherslu á viðbúnað. Viðbúnaður samfélagsins mun verða lykilatriði á forsætisráðherrafundinum sem Ísland mun bjóða til á árinu 2023. Við þurfum að horfa á viðbúnað heilbrigðiskerfisins, samstarf um afhendingaröryggi, stöðuga framleiðslu og dreifingu á matvælum og lyfjum. Við þurfum líka að huga að vörnum gegn sýklalyfjaónæmi og nýsköpun í heilbrigðis- og velferðarmálum. Við þurfum líka að huga að hinum óáþreifanlega viðnámsþrótti sem felst í lýðræðinu, sem felst í tjáningarfrelsinu, sem felst í mannréttindum sem eru einmitt það sem Norðurlöndin eiga sameiginlegt og skiptir öllu að við stöndum vörð um og eflum.

Ég vil líka nefna bakslagið sem hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. Þar erum við að sjá bakslag í öllum okkar löndum. Við þurfum að standa vörð um réttindin en líka sækja fram og ég minni þar sérstaklega á málefni trans fólks sem enn er nokkuð langt í land að öðlist full réttindi og viðurkenningu.

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en mig langar þó að víkja að lokum að hugtakinu friður, sem er að finna í yfirskrift formennskuáætlunar okkar. Stríð geisar í Evrópu, öryggisumhverfi okkar er gerbreytt og við slíkar aðstæður er samstaða okkar og samvinna afar mikilvæg. Við viljum leggja áherslu á friðarmál sem einn af hornsteinum norræns samstarfs því að við vitum það  að til þess að við getum tryggt velferð, þá er friður forsenda. Þeim frið er nú ógnað vegna hins ólögmæta árásarstríðs sem Rússar heyja í Úkraínu. Við munum boða til alþjóðlegrar ráðstefnu á formennskuárinu þar sem dregið verður fram mikilvægi friðar sem undirstaða velsældar, mannréttinda, kvenfrelsis og umhverfisverndar því að til þess að Norðurlöndin nái markmiði sínu um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims þá verður að ríkja friður.

Við hlökkum til að vinna með ykkur öllum að þessum mikilvægu markmiðum fyrir okkur öll sem deilum kjörum hér á Norðurlöndum. Takk.

 

Skandinavisk oversettelse

Kära vänner i Nordiska rådet och ministrar. Vi har diskuterat de stora frågorna här i dag, kriget i Ukraina och det allvarliga världsläget, både under den debatt vi statsministrar hade med rådets ledamöter och inte mindre under den finska presidentens debatt med rådet. Tack för ditt deltagande i dag, det har stor betydelse. Det är viktigt med den endräkt och den sammanhållning som finns här bland oss. Trots att vi har delade meningar om vissa frågor så har de nordiska länderna stått enade i dessa otroliga omständigheter, vi har fördömt det ryska anfallskriget, gett stöd till Ukrainas invånare och värnat folkrätten och de mänskliga rättigheterna.

Det är också viktigt, trots dessa stora utmaningar på vår kontinent, Europa, att vi fortsätter vårt arbete med andra uppgifter och med att säkra kontinuitet i klimatarbetet, som vi visserligen mycket har diskuterat i dag, men också i samband med innovation, jämställdhetsfrågor, hbtqi-personers rättigheter och på välfärds-, kultur- och utbildningsområdet.

Nordiska ministerrådet spelar en stor roll eftersom det utgör själva ramen för vårt samarbete, och innanför den ramen finns en mycket fruktsam jord, som man lätt inser när man lyssnar till debatten här under sessionen. Om man läser Islands ordförandeskapsprogram så går det in på alla områden som jag just har nämnt.

Det har nu gått 70 år från det formella instiftandet av denna session och samarbetet i detta forum har varit lyckosamt och givande för de nordiska länderna, inte minst Island som är ett litet land och drar stor nytta av att tillhöra denna nordiska familj.

Island tar över ordförandeskapet i Nordiska ministerrådet i början av nästa år och temat för vårt ordförandeskapsprogram är Norden – En kraft för fred. Programmet har givetvis utformats i enlighet med visionen för år 2030, som vi diskuterade här nyss under toppmötet, att Norden ska bli världens mest hållbara och integrerade region till år 2030, och jag är övertygad om att vi med förenade krafter kommer att nå det målet, trots att vi har fantastiskt stora uppgifter att brottas med.

Insatser mot klimathotet är vår mest brådskande uppgift. På det området vill Norden vara ledande. De nordiska länderna har ett nära och effektivt samarbete om dessa frågor och även om vi, som redan har nämnts, inte har tagit fram gemensamma handlingsplaner, så har vi samma vision.

Energiomställningen är på gång i alla våra länder, men den måste skyndas på och på det området kan vi förmedla kunskaper och erfarenheter av gröna energikällor. Som vi vet har kriget i Ukraina skapat ett hot för Europas energisäkerhet och därför har det nog aldrig tidigare varit lika angeläget att visa sammanhållning. Island menar att det är viktigt att vi talar med en röst i den internationella debatten om dessa frågor med fokus på att skydda miljön, men i lika hög grad att värna demokrati och mänskliga rättigheter, för det är helt centralt att säkra att den gröna omställningen som vi oundvikligen måste genomföra blir rättvis. I det sammanhanget tror jag att Norden faktiskt kan bidra på ett enastående sätt. Våra länder bygger på robusta välfärdssystem och lägger stor vikt på jämlikhet, och vi måste ta fasta på precis dessa värderingar i alla våra åtgärder mot klimathotet.

Island vill också påminna om att genus- och jämställdhetsperspektiv har sin plats i allt vårt arbete. Dessa perspektiv måste också vara en ledstjärna i kampen mot klimathotet. Näringslivets bidrag och dess deltagande i klimatåtgärder och den gröna omställningen kommer att stå i fokus under vårt ordförandeskap eftersom vi ämnar bygga på den rika tradition som vi har i Norden där trepartssamtal används för att förankra reformer och säkra social acceptans. Jag har redan nämnt genus- och jämställdhetsperspektivet. Jag tror faktiskt att när vi tittar på världen som den ser ut i dag så vore den på många sätt bättre om vi hade fler kvinnor som beslutsfattare, och där tror jag att vi nordbor har något bra att visa upp, i Norden tar man bra beslut när alla sitter vid samma bord: alla genus, kvinnor, män och andra genus också. På så sätt tar vi bra beslut. Det räcker att påminna om de nordiska ländernas gemensamma åtagande om A Green and Gender-Equal Nordic Region.

Vi har i dag diskuterat den gemensamma visionen, alla de nordiska länderna har satt upp mål om kolneutralitet, och under ordförandeskapet kommer vi att se närmare på de möjligheter som den norska statsministern hänvisade till i frågestunden, om Nordens potential för infångning och varaktig lagring av koldioxid, där vi på Island kan bidra med vår erfarenhet av att lagra koldioxid i berggrunden, vilket har visat sig fungera bra.

Med hänvisning till de nordiska statsministrarnas deklaration nyligen kommer Island under nästa år att särskilt prioritera frågor som rör havet och grön omställning i samband med utnyttjandet av havets resurser. I det sammanhanget vill jag också påminna om det nordiska initiativet gällande ett globalt avtal om plastföroreningar i havet. Det är ett absolut gigantiskt projekt. Jag kan berätta här att jag gick och plockade skräp längs en strand på Island för inte så länge sedan. Där hittade jag en plastflaska från 1976, mitt födelseår, som då hade drivit runt i havet ända tills jag hittade den, vilket tydligt visar att plasten — den försvinner inte. Den flyter bara i havet och havsdjuren får i sig mängder av plast med förödande konsekvenser.

Gränshinder är något som jag inte behöver förklara för er, det är ett problem som vi alla känner till. Att röja bort dessa hinder är en grundförutsättning för att kunna nå målen om integrering och konkurrenskraft. När jag verkade som nordisk samarbetsminister var en av våra främsta uppgifter precis arbetet med att undanröja gränshinder. Den gemensamma arbetsmarknad och det gemensamma mänskliga kapital vi har i Norden ökar verkligen regionens konkurrenskraft och välfärd, och vi måste se till att vi alla kan vara deltagande på arbetsmarknaden på egna villkor. Vi kommer att rikta strålkastarljuset mot lönegapet mellan kvinnor och män och hur yrken värderas olika, något som i mycket hög grad påverkas av den könssegregerade arbetsmarknaden. På Island har vi gjort stora insatser för att utjämna lönegapet, och skillnaden som återstår beror inte minst på arbetsmarknadens könssegregering och att vi helt enkelt värderar män och kvinnors arbete på olika sätt.

Vi kommer också att fokusera på Norden som skapande region. Där handlar det om kultur för kulturens skull. Jag vet att det råder enighet om detta mellan ministerrådet och Nordiska rådet eftersom vi får påminnelser om detta i samband med varenda en av Nordiska rådets sessioner. Vi får inte försumma kulturen, den är grunden för vår nordiska vänskap och det nordiska samarbetet. Jag påminner också om att skapande yrken blir allt viktigare ekonomiskt sett.

Vi kommer att sätta fokus på IT och digital utveckling, att öka elektroniska lösningars tillgänglighet, och inte minst att stärka beredskapen. Den samhälleliga beredskapen blir en central fråga på statsministrarnas möte som Island bjuder in till under 2023. Vi måste se på hälso- och sjukvårdssystemets beredskap och samarbetet om trygg försörjning, stabil produktion och distribution av mat och läkemedel. Vi måste också tänka på försvaret mot antibiotikaresistens och på innovation inom hälsovård och välfärd. Vidare måste vi tänka på den immateriella återhämtningsförmåga som bygger på demokrati, på yttrandefrihet och på mänskliga rättigheter, som är precis det som de nordiska länderna har gemensamt och som det är av högsta betydelse att vi värnar och förstärker.

Jag skulle också vilja nämna det bakslag som nu visar sig gällande hbtqi-personers kamp för sina rättigheter. Det är ett bakslag som har hänt i alla våra länder. Samtidigt som vi värnar dessa rättigheter så måste vi fortsätta att utveckla dem och i det sammanhanget påminner jag särskilt om transpersoners angelägenheter, en grupp som ännu långtifrån har uppnått fulla rättigheter och erkännande.

Jag tänker inte fortsätta mycket längre men skulle ändå vilja säga några ord till slut om begreppet fred, som finns med i temat av vårt ordförandeprogram. Ett krig har brutit ut i Europa, vår säkerhetssituation har förändrats radikalt, och under dessa omständigheter är vår sammanhållning och vårt samarbete av mycket stor betydelse. Vi vill prioritera fredsfrågan som en av det nordiska samarbetets grundstenar, för vi vet att fred är förutsättningen för att vi ska kunna garantera välfärden. Den freden är nu hotad på grund av Rysslands olagliga anfallskrig i Ukraina. Vi kommer under ordförandeskapet att bjuda in till en internationell konferens med fokus på vikten av fred som grunden för välstånd, mänskliga rättigheter, kvinnofrihet och miljöskydd, för ska Norden nå sitt mål om att bli världens mest hållbara och integrerade region så måste vi ha fred.

Vi ser fram emot att arbeta med er alla mot dessa mål som är så viktiga för oss som delar villkor här i Norden. Tack.