Höskuldur Þórhallsson (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
384
Speaker role
Midtergruppen
Date

Fundarstjóri. Kæru norrænu vinir. Árið 2015 er árið sem unnið er samkvæmt nýju ferli við gerð fjárlagaáætlunar en því var breytt bæði hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði. Það hefur í meginatriðum gefið góða raun og á næsta ári munum við búa að fenginni reynslu. Forsætisnefndin hefur myndað sér almenna skoðun á langtímaþróun fjárhagsrammans sem hefur lækkað um leið og við höfum hug á að efla og þróa norrænt samstarf enn frekar. Hvað innihaldið varðar erum við alveg sammála um áherslusviðin sem lögð eru til, t.d. umhverfis- og loftslagsmál. Við styðjum einnig heils hugar forgangsröðun á sviði heilbrigðismála sem er í samræmi við tillögur í Köngberg-skýrslunni.

Hér gefst ekki tími til að nefna alla liði fjárhagsáætlunarinnar en ég vil þó nefna nokkra. Að við styrkjum aðgerðir gegn mansali, að jafnrétti eigi að setja svip sinn á alla málaflokka, að efla baráttuna gegn sýklalyfjaónæmi og að við leggjum áherslu á sjálfbæra efnahagsþróun á strjálbýlum svæðum.

Það er í okkar augum mikils virði að gerðar séu úttektir á norrænum stofnunum og að þær standist gæðakröfur. Í kjölfar úttektar á Norræna sumarháskólanum verða nú samþykktar breytingar á skipulagi og fjármögnun en hann verður færður frá ráðherranefnd um menningar- og menntamál yfir til samstarfsráðherranna en fjárhagsáætlunin helst óbreytt. Náðist samkomulag um þetta atriði. Jafnframt verði tillögum og gagnrýni sem kemur fram í úttektinni fylgt eftir.

Pólitísk þróun í Rússlandi hefur haft áhrif á starfsemi okkar, ekki síst í Eystrasaltsríkjunum en við fylgjumst náið með þróuninni þar.

Kosningar í Danmörku settu sinn svip á fjárlagaferlið en ég held að við tökum þá reynslu með okkur inn í nýtt ár.

Herra forseti. Ég mæli með því að nefndarálit forsætisnefndar um fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 verði samþykkt.

Skandinavisk oversættelse

Ordstyrer. Kære nordiske venner. I 2015 indledte man nye arbejdsrutiner i forbindelse med udformningen af budgettet, hvor ændringerne finder sted både i Nordisk Ministerråd og Nordisk Råd. Det har i store træk været vellykket, og næste år vil vi nyde godt af de indhøstede erfaringer. Præsidiet har dannet sig et generelt indtryk af, hvordan budgetrammen har udviklet sig gennem længere tid, hvor den er blevet skåret ned samtidigt med, at vi ønsker at styrke og videreudvikle det nordiske samarbejde. Indholdsmæssigt er vi enige om de foreslåede prioriteringer, fx på miljø- og klimaområdet. Vi støtter også helhjertet de prioriteringer på sundhedsområdet, der er i overensstemmelse med Könberg-rapportens anbefalinger.

Der er ikke tid til at gennemgå hver enkel budgetpost, men jeg vil dog nævne nogen af dem. At vi styrker indsatsen mod trafficking, at ligestilling skal integreres på alle områder, at kampen mod antibiotikaresistens styrkes, og at vi fokuserer på en bæredygtig økonomisk udvikling i tyndt befolkede områder. 

Vi finder det værdifuldt, at nordiske institutioner bliver evalueret, og at de opfylder de krav, der stilles til kvalitet. I forlængelse af evalueringen af Nordisk Sommeruniversitet, er der nu vedtaget ændringer, når det gælder organisering og finansiering, som dermed overføres fra kultur- og undervisningsministrene til samarbejdsministrene, dog uden ændringer i budgettet. Der er enighed om dette. Endvidere at man følger op på de indspil og den kritik, der blev fremført i rapporten. 

Den politiske udvikling i Rusland påvirker vores arbejde, ikke mindst i Baltikum, hvor vi følger udviklingen nøje.

Budgetprocessen blev påvirket af valget i Danmark, en erfaring som jeg tror, at vi tager med os ind i det nye år. 

Hr. præsident. Jeg anbefaler at præsidiets betænkning om budgettet 2016 bliver vedtaget.