Ragnheiður Elín Árnadóttir (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
339
Speaker role
industri- og handelsminister
Date

Mig langaði bara að koma hér í lokin og þakka í fyrsta lagi fyrir þær góðu viðtökur sem áætlunin fær. Ég get tekið undir þá gagnrýni sem komið hefur fram, um að áætlunin hafi verið lögð seint fram. Við erum mjög meðvituð um það og munum leitast við að bæta ferlið þannig að þetta gerist ekki aftur, meðal annars með því að reyna að tímasetja ráðherrafundina þannig að nægur undirbúningstími gefist. Við tökum þessa gagnrýni til greina og erum meðvituð um þennan vanda. Annað sem ég vildi líka nefna er að áætlunin er almenn. Ef einhver verkefni eru ekki listuð hér en menn hafa áhuga á mun embættismannanefndin skoða það í ferlinu, hún útilokar ekki einstök verkefni heldur setur miklu frekar rammann sem hægt er að spila inni í. Annars þakka ég kærlega fyrir góðar viðtökur.

Skandinavisk oversettelse

Her til sidst har jeg først og fremmest lyst til at takke for, hvor godt programmet er blevet modtaget. Jeg kan tilslutte mig den kritik, der er blevet fremført, om at forslaget er kommet sent. Det er vi meget bevidste om, og vi vil bestræbe os på at forbedre processen, således at det ikke vil gentage sig. Det sker blandt andet ved at forsøge at lægge ministermøderne på en måde, der giver tilstrækkelig tid til forberedelse. Vi tager kritikken til os og er bevidste om problemet. En anden ting, jeg har lyst til at nævne, er, at der er tale om en generel plan. Er nogle projekter ikke nævnt, som nogen skulle være interesseret i at igangsætte, så vil embedsmandskomitéen se på det løbende. Den udelukker ikke konkrete projekter, men sætter blot rammerne for det, man kan tilføje. I øvrigt vil jeg takke for en god modtagelse.