349. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)
Information
Forseti. Ég vil fyrir hönd sjálfbærninefndarinnar þakka Michael Tjernström prófessor fyrir hans ræðu. Hún kemur inn á fjölda þeirra mála sem sjálfbærninefndin fundar um á hverjum einasta fundi og kemur fram í mörgum tillögum. Það er ekki eitthvað eitt sem þarf að gera, það er ekki nein ein töfralausn. Það þarf að gera allt. Við þurfum að vera óhrædd við að velta öllum steinum við og það finn ég í sjálfbærninefndinni að við ræðum. Norðurlöndin eru framarlega eins og kemur fram í starfi nefndarinnar. Við höfum hlustað sérstaklega á það sem unga fólkið er að gera, ég vil hrósa nefndinni sérstaklega fyrir það. Við höfum t.d. rætt hugmyndir um sameiginleg markmið sem Norðurlöndin gætu sett sér og munum ræða það enn frekar. Þá höfum við mikið rætt um líffræðilegan fjölbreytileika, veltum því fyrir okkur í gær hvort Norðurlöndin ættu kannski að setja sér sérmarkmið, mælanleg, í þeim efnum.
Mig langar líka að tala aðeins frá eigin brjósti, velta upp örfáum spurningum hér í lokin þó að ég tali fyrir hönd nefndarinnar. Erna Solberg sagði hér í upphafi þingsins að við gætum ekki horft á þetta sem „business as usual“. Það þýðir að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt. Við þurfum nýjar lausnir. Við þurfum kannski að hugsa, ég velti því upp, út fyrir hefðbundnar leiðir kapítalísks markaðar. Ég horfi til Íslands þar sem við fórum í orkuskipti með hitaveitu. Það kom ekki annað til greina þá en að hið opinbera gengi í það mál og kannski þarf hið opinbera að stíga fastar fram þegar kemur að útgjöldum. Hálfkák þýðir ekki, sagði prófessor Tjernström hér rétt áðan.
Við þurfum að skoða öll okkar útgjöld út frá loftslagsmálum. Kannski getum við ekki leyft okkur að eyða fjármunum í allt sem við höfum hingað til leyft okkur. Þurfum við kannski að fara að kaupa upp bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti? Þurfum við að fara að hugsa hlutina upp á nýtt? Það eru margar spurningar en það eru líka margar lausnir og mörg svör og Norðurlöndin geta verið í fararbroddi, geta gert það rétta þó að það gæti kannski verið óvinsælt.
Skandinavisk oversættelse:
Ärade president. Jag vill på hållbarhetsutskottets vägnar tacka professor Michael Tjernström för inlägget. Han tog upp många av de frågor som hållbarhetsutskottet diskuterar på vartenda möte och som ingår i ett stort antal förslag. Det handlar inte om en specifik sak som man måste jobba på, det finns ingen magisk lösning. Man måste göra allt. Vi får inte vara rädda att vända på varje sten och jag har känslan av att det är precis så vi förhåller oss till frågor i hållbarhetsutskottet. Norden är ledande, vilket utskottets arbete visar. Vi har varit lyhörda för det som diskuteras bland den yngre generationen och jag vill ge utskottet särskilt beröm för det. Vi har till exempel diskuterat idéer om möjliga gemensamma mål för de nordiska länderna och kommer att fortsätta den diskussionen. Vi har också haft långa diskussioner om biologisk mångfald och i går funderade vi över om Norden borde sträva mot egna, mätbara mål på det området.
Jag skulle också vilja säga några ord från mitt eget perspektiv, kasta fram ett par frågor så här på slutet, även om jag talar på utskottets vägnar. Erna Solberg sade i början av denna session att vi inte kan betrakta detta som ”business as usual”. Det betyder att vi måste ändra vårt tänkesätt. Vi behöver nya lösningar. Eventuellt måste vi börja tänka – det är något jag kastar fram – enligt andra principer än de som traditionellt gäller på den kapitalistiska marknaden. Jag tänker nu på Island där en energiomställning genomfördes med hjälp av geotermisk fjärrvärme. Det fanns ingen annan möjlighet då än att göra detta som ett offentligt projekt, och kanske är det så att statliga aktörer måste bidra med större anslag. Halvskapligt duger inte, sade professor Tjernström här för en liten stund sedan.
Vi måste alla se över våra inköp med tanke på klimatet. Kanske kan vi inte tillåta oss att spendera våra pengar på samma sätt som vi hittills har gjort. Kan det bli nödvändigt att börja köpa upp bilar som drivs med fossila bränslen? Måste vi ändra vårt tänkesätt? Det är många frågor men det finns också många lösningar och många svar, och Norden kan vara ledande, kan göra bra val, även om det finns en risk att det blir impopulärt.