427. Silja Dögg Gunnarsdóttir (Hovedindlæg)

Information

Type
Hovedindlæg
Talenummer
427
Talerrolle
Nordisk Råds kommende præsident
Dato

Forseti. Ég vil þakka ykkur fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér og Oddnýju Harðardóttur með því að kjósa okkur í embætti forseta og varaforseta Norðurlandaráðs. Nú eru eflaust einhverjir, sérstaklega þeir sem áður hafa komið á Norðurlandaráðsþing, farnir að líta í kringum sig og leita að prentaðri útgáfu formennskuáætlunar Íslendinga í Norðurlandaráði. Ég verð að hryggja ykkur með því að þið munið ekki finna hana. Við ætlum eftir fremsta megni að reyna að hafa formennsku Íslendinga í Norðurlandaráði 2020 pappírslausa. Við höfum því ekki prentað formennskuáætlunina. Eftir að ég hef lokið máli mínu ætla ég að biðja þingmenn og aðra þátttakendur á þinginu um að taka upp síma sína, spjaldtölvur eða tölvur og slá inn þetta netfang sem á að koma hér á skjáinn. Þar finnið þið formennskuáætlunina á því tungumáli sem ykkur hentar. Hún er líka aðgengileg í þinggögnum a vef Norðurlandaráðs, norden.org.

Yfirskrift formennskuáætlunar Íslands er: Stöndum vörð. Einhverjum kann að finnast að það sé ekki nógu framsækin og uppbyggileg fyrirsögn en staðreyndin er sú að gildi og verðmæti sem við á Norðurlöndunum metum mikils eru í hættu um þessar mundir og við þurfum að verja þau. Á síðustu árum hefur verið sótt að ýmsum stoðum lýðræðissamfélags og þeim gildum sem hafa verið ríkjandi í alþjóðasamskiptum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Jafnframt stendur mannkynið allt frammi fyrir hættulegri þróun og erfiðum úrlausnarefnum í tengslum við loftslagsbreytingarnar. Loftslagsbreytingarnar ógna líffræðilegum fjölbreytileika sem mun valda ómældum skaða á lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í dag. Nú reynir á ríki þar sem lýðræðishefðin er sterk, virðing fyrir mannréttindum og réttarríkinu er rótgróin og áhuginn á umhverfisvernd mikill. Nú reynir á okkur að vinna saman og standa vörð um grundvallarverðmæti.

Í formennskutíð Íslands í Norðurlandaráði 2020 verður lögð áhersla á að standa vörð um lýðræði með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem grafa undan því; að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem ógnað er af loftslagsbreytingum, mengun og fleiri þáttum sem rekja má til starfsemi manna; að treysta böndin á milli Norðurlandabúa með því að efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda til að stuðla að því að þeir geti í sameiningu tekist á við þessi stóru verkefni.

Forseti. Á næsta ári verða 100 ár liðin frá því að Danir endurheimtu Suður-Jótland sem þá hafði verið undir yfirráðum Þjóðverja síðan í Slésvíkurstríðinu 1864. Meðan Þjóðverjar réðu landsvæðunum lögðu Danir mikla áherslu á að viðhalda þar danskri menningu og tungu. Eftir sameininguna 1920 hafa þeir unnið að sömu markmiðum gagnvart danska minnihlutanum í Suður-Slésvík í Þýskalandi. Þar hafa ekki síst Íslandsvinirnir Christian Juhl og Bertil Haarder, félagar mínir í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, verið framarlega í flokki. Nú vona ég að þeir – og aðrir danskir þingmenn – rétti okkur hjálparhönd við að bjarga dönskunni á Íslandi því hún er í hættu, eins og marka má af því að ég flyt þessa ræðu á íslensku. En metnaður okkar snýr ekki aðeins að dönskunni á Íslandi, sem er okkar brú til Norðurlanda. Við þurfum að sjá til þess að norrænu tungumálin sundri okkur ekki heldur sameini. Allir Norðurlandabúar þurfa að fá tækifæri til að kynnast og læra tungumál nágrannalandanna. Við þurfum að geta unnið vel saman og við þurfum að standa saman því verkefnin eru ærin.

Útdauði tegunda í heiminum eykst nú hraðar en áður hefur þekkst og ljóst er að tap á líffræðilegri fjölbreytni er að mestu leyti af manna völdum. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika, sem kom út í maí 2019, segir að fjórðungur dýra- og plöntutegunda á jörðinni sé í útrýmingarhættu. Á næsta ári er stefnt að því að ríki heims setji sér ný markmið um líffræðilegan fjölbreytileika sem leysa af hólmi Aichi-markmiðin svonefndu frá 2010. Norðurlandaráð samþykkti tillögu á síðasta ári, um að vinna að því að virkja ungt fólk á Norðurlöndum þannig að það geti haft áhrif á mótun nýrra alþjóðlegra markmiða um líffræðilega fjölbreytni 2020. Ráðgert er að halda fundi ungmenna í öllum Norðurlöndunum og svo sameiginlegan norrænan fund í byrjun árs 2020 þar sem samþykktar verða ályktanir um markmiðin sem beint verður til ríkisstjórna og alþjóðasamfélagsins. Íslandsdeild Norðurlandaráðs hyggst á formennskuárinu styðja við þetta starf og aðstoða við að koma ályktunum og ábendingum unga fólksins á framfæri. Við ætlum jafnframt að beina sjónum að líffræðilegri fjölbreytni í hafi, en það er svið sem hefur fengið öllu minni athygli en þróunin á landi.

Við ætlum að standa vörð um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög ofarlega á dagskrá á næsta ári þegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum munu eiga sér stað. Töluvert hefur verið gert til að kortleggja vandann en við ætlum fyrst og fremst að skoða leiðir til að vinna bug á honum, t.d. með því að efla fjölmiðlalæsi og með því að styrkja stöðu fjölmiðla sem vinna á grundvelli hefðbundinna blaðamennskugilda um trúverðugleika og traust sem mótvægi við falsfréttum. Norrænu löndin hafa öll beint sjónum að þessu málefni og sérstaklega standa Finnar framarlega og við vonumst auðvitað eftir góðu samstarfi við finnsku landsdeildina og við ykkur öll.

Mig langar að nota þetta tækifæri til að þakka Hans Wallmark, forseta Norðurlandaráðs, og Gunillu Carlsson varaforseta fyrir gott starf á formennskuári Svía og sömuleiðis fyrir ánægjulegt samstarf og gagnlegar samræður um ýmis málefni. Ég treysti á að við getum haldið áfram þessu nána samstarfi á næsta ári og hrint í framkvæmd þeim hugmyndum sem við höfum verið að ræða. Jafnframt langar mig að þakka starfsmönnum sænska þingsins, starfsmönnum skrifstofu Norðurlandaráðs og síðast en ekki síst túlkunum, sem eru hér beggja megin við okkur, fyrir að skapa góða umgjörð utan um fundinn okkar hér í Stokkhólmi. – Takk, kæru túlkar, þið eruð alveg frábær.

Eins og ég nefndi í upphafi ætlum við að reyna að hafa formennskuárið pappírslaust. Við ætlum að halda Norðurlandaráðsþing í tónlistarhúsinu Hörpu eins og síðast og þar hafa menn tekið upp metnaðarfulla umhverfisstefnu í öllu því sem snýr að fundahaldi. Verið hjartanlega velkomin í Hörpu að ári, okkar glæsilega tónlistarhús í Reykjavík. Ég hlakka til að hitta ykkur þar og flest jafnvel miklu fyrr. Takk.

 

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. Jag vill tacka för det förtroende som ni har visat mig och Oddný Harðardóttir genom att välja oss till president och vicepresident för Nordiska rådet. Säkert finns det de, särskilt om de har deltagit i Nordiska rådets sessioner förut, som har börjat se sig omkring för att leta efter en tryckt version av den isländska delegationens ordförandeskapsprogram i Nordiska rådet. Jag måste göra er besvikna eftersom ni inte kommer att hitta den. Vi kommer att anstränga oss för att göra det isländska ordförandeskapet i Nordiska rådet 2020 pappersfritt. Därför har vi inte tryckt ordförandeskapsprogrammet. När jag har talat färdigt vill jag be parlamentariker och andra deltagare i sessionen att ta fram sina telefoner, surfplattor eller datorer och knappa in adressen som kommer att visas här på skärmen. Där kan ni hitta ordförandeskapsprogrammet på föredraget språk. Programmet finns också tillgängligt i sessionsmaterialet på Nordiska rådets webbplats, norden.org.

Islands ordförandeskapsprogram har rubriken ”Stå vakt!”. Möjligtvis tycker en del att rubriken inte är tillräckligt framåtriktad och konstruktiv, men faktum är att värden och värderingar som vi i Norden skattar högt hotas numera och vi blir tvungna att försvara dem. Under de senaste åren har man sett angrepp mot åtskilliga av det demokratiska samhällets hörnpelare och de värden som har legat till grund för det internationella samarbetet sedan andra världskrigets slut. Samtidigt står mänskligheten inför en farlig utveckling och mycket svåra utmaningar i samband med klimatförändringarna. Klimatförändringarna utgör ett hot mot den biologiska mångfalden som kommer att orsaka enorma skador på livet på jorden som vi känner till det. Det är nu som länder med en stark demokratisk tradition, en djuprotad respekt för de mänskliga rättigheterna och rättsstaten och ett stort intresse för miljöskydd måste agera. Det är nu som vi måste samarbeta och slå vakt om grundläggande värderingar.

Vi kommer under Islands ordförandeskap i Nordiska rådet 2020 att sätta fokus på att försvara demokratin genom att bekämpa informationskaos och falska nyheter som undergräver den, slå vakt om den biologiska mångfalden som hotas av klimatförändringar, föroreningar och andra förhållanden orsakade av mänsklig aktivitet, stärka banden mellan de nordiska länderna genom att öka nordiska medborgares språkkunskaper i syfte att hjälpa dem att gemensamt ta itu med dessa viktiga uppgifter.

Ärade president. Nästa år blir det 100 år sedan Sønderjylland åter blev en del av Danmark efter att ha varit tyskt sedan efter det andra slesvigska kriget år 1864. Under den tid som dessa områden styrdes av Tyskland var det en mycket viktig uppgift för Danmark att bibehålla den danska kulturen och det danska språket där. Efter återföreningen 1920 har Danmark verkat för samma mål gentemot den danska minoriteten i Sydslesvig i Tyskland. Inte minst har Islandsvännerna Christian Juhl och Bertil Haarder, mina kollegor i Nordiska rådets presidium, stått i spetsen för det arbetet. Jag hoppas nu att de – och andra folketingsledamöter – kommer att ge oss en hjälpande hand med att rädda danskan på Island, ty den är i fara, vilket visar sig i att jag håller detta tal på isländska. Men vår ambition gäller inte bara danskan på Island, som fungerar som en bro till Norden. Vi måste se till att de nordiska språken inte splittrar utan förenar oss. All nordbor måste ha möjligheten att bekanta sig med och lära sig grannländernas språk. Vi måste kunna arbeta bra tillsammans och vi måste hålla ihop eftersom vi har mycket arbete framför oss.

Utdöendet av arter i världen sker nu med en större hastighet än någonsin tidigare och det står klart att förlusten av biologisk mångfald först och främst kan tillskrivas människan. Enligt en ny FN-rapport om biologisk mångfald, som utkom i maj 2019, är en fjärdedel av alla djur- och växtarter på jorden utrotningshotade. Avsikten är att nya mål för den biologiska mångfalden ska antas under det kommande året för att ersätta de så kallade Aichimålen från 2010. Nordiska rådet antog förra året ett förslag om att engagera unga i Norden för att ge dem möjligheten att påverka utarbetandet av nya internationella målsättningar om biologisk mångfald under 2020. Det planeras möten med ungdomar i alla de nordiska länderna samt ett gemensamt nordiskt möte i början av 2020 för att godkänna resolutioner om målsättningarna som kommer att skickas till regeringar och det globala samhället. Den isländska delegationen i Nordiska rådet avser att under ordförandeskapsåret stödja detta arbete och hjälpa till att uppmärksamma de ungas resolutioner och anmärkningar. Vi ämnar också sätta fokus på havets biologiska mångfald, ett område som har fått något mindre uppmärksamhet än utvecklingen på land.

Vi tänker slå vakt om demokratin genom att bekämpa informationskaos och falska nyheter. Den frågan blir sannolikt mycket aktuell nästa år när presidentvalet i USA äger rum. En hel del arbete har redan gjorts för att kartlägga problematiken och vi tänker först och främst undersöka olika metoder för att få bukt med den, t.ex. genom ökad mediekunskap och genom att stärka medier som arbetar enligt klassiska journalistvärderingar om trovärdighet och förtroende i syfte att motverka falska nyheter. Dessa frågor har prioriterats i alla de nordiska länderna och särskilt Finland går i spetsen, och vi hoppas givetvis på ett bra samarbete med den finska delegationen och med er alla.

Jag vill använda det här tillfället för att tacka Hans Wallmark, Nordiska rådets president, och Gunilla Carlsson, vicepresident, för deras goda arbete under Sveriges ordförandeskap, likaså för ett angenämt samarbete och nyttiga diskussioner om olika frågor. Jag litar på att vi kan fortsätta detta nära samarbete under nästa år och förverkliga de idéer som vi har diskuterat. Jag skulle också vilja tacka riksdagens personal, personalen på Nordiska rådets sekretariat och sist men inte minst tolkarna, som sitter här på vardera sidan om oss, för en bra inramning av vårt möte här i Stockholm. – Tack, kära tolkar, ni är fantastiska.

Som jag nämnde redan i början tänker vi försöka genomföra ett papperslöst ordförandeskap. Nordiska rådets session kommer att hållas i konserthuset Harpa precis som förra gången och där har man infört en ambitiös miljöpolicy som gäller allt som har med möten att göra. Hjärtligt välkomna nästa år till Harpa, vårt ståtliga konserthus i Reykjavík. Jag ser fram emot att träffa er där och de flesta av er till och med mycket tidigare än så. Tack.