5. Katrín Jakobsdóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
5
Speaker role
Islands statsminister
Date

Kæru þingmenn í Norðurlandaráði. Herra forseti. Takk fyrir að setja á dagskrá hér spurninguna um hlutverk stjórnmálaflokka, grasrótarhreyfinga og frjálsra félagasamtaka í því að byggja sjálfbært samfélag og spyrja þeirrar spurningar hvernig við tökumst á við mikilvægasta verkefni samtímans, loftslagsvána, með leikreglum lýðræðisins. Það er einmitt ekki síst vegna baráttu grasrótarhreyfinga, ungmennanna sem hafa staðið vaktina í loftslagsverkföllum og brunnið fyrir þessu málefni, umhverfisverndarsamtaka og frjálsra félagasamtaka á því sviði og auðvitað vísindamanna að loftslagsmálin eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna. Sá árangur sýnir okkur í raun að lýðræðisleg umræða skilar árangri, að lýðræðisleg umræða breytir stjórnmálunum. Á sama tíma hafa þeir sem afneita loftslagsbreytingum fengið meira rými í umræðunni. Slíkt er eðli lýðræðisins. Andstæð sjónarmið takast á og það leggur enn meiri ábyrgð á herðar þeirra stjórnmálamanna sem vilja fylgja vísindum og byggja ákvarðanir á rannsóknum og gögnum. Og þó að oft ljósti saman ólíkum skoðunum fást bestu niðurstöðurnar með lýðræðislegum hætti. Það er vegna þess að lýðræði er besta stjórnarformið sem við eigum. Eins og Willy Brandt sagði: Við þurfum að þora meira lýðræði og þar átti hann ekki síst við samtal stjórnvalda við frjáls félagasamtök og hagsmunahópa því að lýðræði felst líka í því að hlusta og skilja sjónarmið annarra.

Vestræn samfélög standa frammi fyrir grundvallarumbreytingu til að verða sjálfbær og til þess að ná þeirri umbreytingu fram þarf að breyta efnahagslegum og samfélagslegum stjórntækjum. Það þarf að skapa hvata og breyta skattlagningu þannig að hún þjóni markmiðum um sjálfbærni. Það þarf að tryggja að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Það þarf að vinna gegn sóun með þeim stjórntækjum sem við eigum, tryggja að hagkerfið ýti undir eðlilega hringrás. Á sama tíma þurfa aðgerðir okkar gegn loftslagsvánni að vera réttlátar. Þær þurfa um leið að tryggja velsæld fólksins. En góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt getur farið saman.

Ég get nefnt dæmi um ákvarðanir íslenskra stjórnvalda þar sem ég tel að þetta fari saman. Okkar ákvörðun um að lengja fæðingarorlof beggja foreldra mun auka lífsgæði íslenskra barnafjölskyldna en hún mun líka draga úr losun, draga úr skutli, draga úr ferðum bæjarenda á milli. Það sama má segja um ákvarðanir stjórnvalda, um að lækka álögur á rafhjólum, sem mun draga úr losun en um leið bæta lýðheilsu. Það er nefnilega þannig að velsæld getur farið saman við og á að fara saman við sjálfbærni og baráttu gegn loftslagsvánni. Fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun mun sömuleiðis hjálpa okkur til að finna nýjar leiðir til að takast á við loftslagsvána, bæta lífsgæði og auka viðnámsþrótt samfélaganna til að takast á við óumflýjanlegar breytingar.

Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar þurfa að sýna það í verki að við séum reiðubúin að takast á við  þessa áskorun um sjálfbært samfélag. Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna um leið framtíðinni en við þurfum líka að taka þessar ákvarðanir með lýðræðislegum hætti svo að við stöndum öll saman að þessari umbreytingu. Um leið þurfa stjórnmálamenn og flokkar að vera meðvitaðir um að ábyrgðin verður ekki lögð á herðar einstaklinga. Við erum meðvituð um að 20 jarðefnaeldsneytisframleiðendur bera samanlagða ábyrgð á rúmlega þriðjungi alls útblásturs í heiminum. 12 þeirra eru í ríkiseigu. Stórfyrirtækin verða að axla ábyrgð á sínum hlut í losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að axla sína ábyrgð og þegar stjórnvöld og stórfyrirtæki hafa axlað sína ábyrgð þá getum við farið að tala um ábyrgð almennings og einstaklinganna.

Kæru vinir. Að lokum: Ísland hefur í ár gegnt formennsku í norrænu ráðherranefndinni og það hefur verið heiður og ánægja að stýra þeirri skútu um stund. Við erum minnst af þeim stóru en kannski líka stærst af þeim litlu og við höfum á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Við ákváðum í sumar, norrænir forsætisráðherrar, að setja norrænu ráðherranefndinni nýja framtíðarsýn, Norðurlöndin sem sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi árið 2030. Ég hef mikla trú á þeirri framtíðarsýn. Norðurlöndin hafa sýnt að með meiri samvinnu geta þau náð miklu meiri árangri en hvert í sínu lagi og nú kalla loftslagsmálin á okkur, framtíðin kallar á okkur að gera betur og þora.

Takk fyrir og ég hlakka til umræðunnar hér á eftir.

 

Skandinavisk oversættelse:

Kære medlemmer af Nordisk Råd. Hr. præsident. Tak for at I sætter det spørgsmål på programmet, om hvilken rolle de politiske partier, græsrodsbevægelser og civilsamfundet spiller ved opbygningen af et bæredygtigt samfund, men også hvordan vi adresserer samtidens vigtigste udfordring, klimakrisen, ved hjælp af demokratiets spilleregler. Det er ikke mindst takket være græsrodsbevægelsens kamp, de unge, der har deltaget i klimastrejker og brændt for denne sag, miljøorganisationer og foreninger på dette område og selvfølgelig videnskabsfolk, at klima er blevet mainstream i politikken. Dette resultat viser os faktisk, at en demokratisk debat skaber resultater, at en demokratisk debat ændrer politikken. Samtidig har klimafornægtere fået større plads i debatten. Det er demokratiets natur. En dialektik, hvor der argumenteres for forskellige holdninger, og som lægger endnu større ansvar på skuldrene af de politikere, der ønsker at lytte til videnskaben og basere deres beslutninger på forskning og data. Og selv om forskellige holdninger krydser klinger, så opnås de bedste konklusioner på demokratisk vis. Derfor er demokratiet den bedste styreform, vi har. Som Willy Brandt sagde: Vi må vove mere demokrati, og der tænkte han ikke mindst på dialogen mellem regeringer og civilsamfundet og interessegrupper, fordi demokratiet også består i at lytte til hinanden og forstå andres synspunkter.

Vestlige samfund står overfor grundlæggende ændringer. For at kunne blive bæredygtige, og for at kunne gennemføre den nødvendige omstilling er man nødt til at ændre de økonomiske og sociale styremidler. Der er behov for at skabe tilskyndelser og ændre beskatningen så den tjener bæredygtighedsmålene. Man bør sikre, at pensionskasser og offentlige fonde investerer i grønne obligationer. Der er behov for at modarbejde spild ved hjælp af de styremidler, vi har, og sikre at økonomien fremmer en normal cirkulation. Samtidig bør vores indsatser mod klimakrisen være retfærdige. De må samtidigt sikre en trivselsøkonomi til gavn for befolkningen. De gode nyheder er, at de to ting godt kan følges ad.

Jeg kan nævne nogle eksempler på den islandske regerings beslutninger, hvor jeg mener, at dette er lykkedes. Vores beslutning om at forlænge barselsorloven for begge forældre vil øge islandske børnefamiliers livskvalitet samtidig med, at den vil reducere CO2-udslip, mindske privat kørsel, mindske kørsel fra den ene ende af byen til den anden. Det samme gælder regeringens beslutning om at sænke afgifter på elcykler, hvilket vil mindske CO2-udslip og forbedre folkesundheden. Det forholder sig nemlig sådan, at trivselsøkonomien godt kan og bør gå hånd i hånd med bæredygtighed og kampen mod klimakrisen. Investeringer i uddannelse, forskning og innovation vil ligeledes hjælpe os med at finde nye veje til at bekæmpe klimakrisen, forbedre livskvaliteten og øge samfundenes resiliens i mødet med de uundgåelige ændringer.

Politikere og de politiske partier bør vise i praksis, at vi er parate til at tackle udfordringen om at skabe et bæredygtigt samfund. Vi bør være parate til at tage dristige beslutninger, der tjener offentlige interesser og fremtiden på samme tid, men vi bør også træffe disse beslutninger på en demokratisk måde for at sikre, at vi alle sammen er fælles om denne omstilling. Samtidig bør politikerne og de politiske partier være bevidste om, at ansvaret ikke bør lægges på individernes skuldre. Vi er bevidste om, at en tredjedel af al CO2-udslip i verden stammer fra 20 producenter af fossile brændstoffer. Deraf er 12 statsejede. Store virksomheder bør tage ansvar for deres andel i udslip af drivhusgasser. Regeringerne bør tage deres ansvar, og først når regeringer og store virksomheder har taget deres respektive ansvar, så kan vi begynde at tale om befolkningens og den enkeltes ansvar.

Kære venner. Til sidst: Island har i år varetaget formandskabet i Nordisk Ministerråd, og det har både været en ære og en fornøjelse af få lov til at styre denne skude for en stund. Vi er de mindste af de store men også den største af de små, og i formandskabsperioden har vi bestræbt os på at styrke samarbejdet yderligere med Åland, Færøerne og Grønland. I sommer besluttede vi, de nordiske statsministre, at markere en ny vision for Nordisk Ministerråd, om at Norden skal blive verdens mest bæredygtige og integrerede region i 2030. Jeg har stor tiltro til denne vision. Norden har vist, at med øget samarbejde kan landene opnå langt større resultater end hvert for sig, og nu kalder klimaet på os. Fremtiden kræver, at vi gør os endnu mere umage og vover.

Tak og jeg glæder mig til debatten bagefter.