Nýr samstarfsráðherra í Danmörku

29.06.15 | Fréttir
Carl Holst, varnarmálaráðherra og þingmaður Vinstriflokksins, er frá 29. júní 2015 jafnframt skipaður samstarfsráðherra Norðurlanda í Danmörku.

Carl Holst tekur við stöðu samstarfsráðherra af jafnaðarmanninum Carsten Hansen og tekur þar með jafnframt við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2015.

Formennskuáætlun Dana fyrir árið 2015 var samin í nánu samstarfi við Grænland og Færeyjar. Helle Thorning-Schmidt kynnti áætlunina á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi 28. október sl. að viðstöddum forsætisráðherrum hinna Norðurlandaríkjanna.

Vöxtur, velferð, gildi og norðurskautssvæðið eru lykilorðin fyrir formennsku Dana í Norrænu ráðherranefndinni 2015. Hlaðið niður formennskuáætlun Dana Vöxtur, velferð og gildi: Formennskuáætlun Dana í Norrænu ráðherranefndinni 2015.

Nánari upplýsingar um formennsku Dana er að finna á vefnum www.norden2015.dk.