Opinbert samstarf Norðurlanda
Norrænt samstarf á rætur í stjórnmálum, efnahagsmálum og menningu. Norrænu samstarfi á að beina að verksviðum þar sem samnorrænar aðgerðir mynda virðisauka fyrir löndin og íbúa þeirra.
Norræna samstarfið miðar að því að því að Norðurlöndin séu öflug á alþjóðavettvangi og að þau gegni mikilvægu hlutverki í alþjóðlegu og evrópsku samstarfi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda sem eitt þeirra svæða heims þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest.
Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin
Opinbert samstarf Norðurlanda fer fram í Norrænu ráðherranefndinni sem er vettvangur ríkisstjórnanna og í Norðurlandaráði sem er samstarfsvettvangur þjóðþinganna.
Samstarfsráðherrarnir fara fyrir starfi Norrænu ráðherranefndarinnar og í samræmi við samninginn um norrænt samstarf, Helsingforssamninginn, aðstoða þeir forsætisráðherrana við samhæfingu norrænna málefna.
Norðurlandarráði er stýrt af forsætisnefnd sem er skipuð kjörnum þingmönnum frá öllum Norðurlöndum. Þingmenn Norðurlandaráðs ræða þau málefni sem efst eru á baugi og þróun norræns samstarfs við forsætisráðherrana einu sinni á ári á leiðtogafundi sem haldinn er í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta og best samþætta svæði heims
Norrænu forsætisráðherrar lögðu fram sameiginlega framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf 20. ágúst 2019. Framtíðarsýn okkar á Norðurlöndum er að við viljum verða sjálfbærasta og best samþætta svæði heims á árunum fram til 2030. Samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni á að þjóna því markmiði.