Staðreyndir um Norðurlönd
Fróðleiksmolar um Danmörku
Danmörk liggur syðst Norðurlandanna. Landið sem er lítið samanstendur af mörgum eyjum, það er þéttbýlt og umkringt yndislegum ströndum.
Fróðleiksmolar um Finnland
Stöðuvötn og skógar setja svip sinn á víðerni Finnlands. Finnland er einnig þekkt fyrir farsíma, Múmínálfa og hönnun.
Fróðleiksmolar um Ísland
Í norðarlegu Atlantshafi rís eldfjallaeyjan Ísland úr sæ með heitum hverum og stórbrotinni náttúru.
Fróðleiksmolar um Noreg
Olía og fjöll er það sem margir tengja við Noreg. Ægifögur og stórbrotin náttúra teygir sig frá ströndum og klettum í suðri yfir víðáttumikið miðhálendið í miðnætursólina á Norðurkollu.
Fróðleiksmolar um Svíþjóð
Svíþjóð er stærst Norðurlandanna og jafnframt fjölmennast. Í hugum margra er Svíþjóð tengd framleiðslu gæðabíla, járns og stáls.
Fróðleiksmolar um Færeyjar
Sjávarútvegur og óvægin náttúra einkenna Færeyjar, sem eru eyjaklasi í Norður-Atlantshafi.
Fróðleiksmolar um Grænland
Íbúar Grænlands komu upprunalega frá Mið-Asíu. Grænland tilheyrir heimsálfunni Norður-Ameríku, en frá landfræðipólitískum sjónarhóli er eyjan hluti af Evrópu.
Fróðleiksmolar um Álandseyjar
Álandseyjarnar eru 6.757 talsins og liggja milli Svíþjóðar og Finnlands. Álendingar tala sænsku, en Álandseyjar eru hluti af Finnlandi.