Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna okkar hefur að geyma skilmála um vinnslu persónuupplýsinga og réttindi notenda heimasíðu okkar.

Hver erum við

Opinbert norrænt samstarf fer fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er vettvangur ríkisstjórnanna, og Norðurlandaráðs, en það er samstarfsvettvangur þjóðþinganna. Norrænu samstarfsráðherrarnir og kjörnir þingmenn fara fyrir starfinu.

Í þágu þess öflum við ýmissa upplýsinga um þig ef þú snýrð þér til okkar.

Í felligluggunum hér að neðan er gerð nánari grein fyrir söfnun upplýsinga, í hvaða tilgangi hún fer fram, til hvaða ráðstafanna er gripið til að vernda persónuupplýsingar, hvaðan upplýsinganna er aflað og hver réttindi einstaklinga eru í þessu sambandi.

Hvad er Hvað eru persónuupplýsingar??

Persónuupplýsingar geta átt við margt.

Þær geta átt við nöfn, heimilisföng og símanúmer. Þær geta verið ljósmyndir eða IP-tölur.

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar sem eru persónugreinanlegar. Þannig skera einstaka upplýsingar ekki úr um hvort um sé að ræða persónuupplýsingar.

Séu upplýsingarnar einar og sér ekki persónugreinanlegar heldur þær allar samanlagt hafa þær einkenni persónuupplýsinga.

Við öflum persónuupplýsinga á ýmsa vegu

Við öflum persónuupplýsinga um þig sem hér segir:

  • Þegar þú notar heimasíðu okkar
  • Þegar þú kaupir rit okkar á vefnum
  • Þegar þú gerist áskrifandi að fréttabréfum okkar
  • Þegar þú veitir okkur persónuupplýsingarnar sjálfur
  • Þegar þú gerir samning við okkur
  • Ef þú hefur beint samband við okkur, til dæmis með tölvupósti
  • Þegar þú situr fundi hjá okkur

Í felligluggunum að neðan má sjá hvers vegna og á hvaða grundvelli við gerum þetta.

Vinnsla okkar á persónuupplýsingum er ýmiss konar

Hér geturðu kynnt þér eftirfarandi:

Réttindi þín

Í þessum kafla er fjallað um ýmis réttindi þín vegna vinnslu á persónuupplýsingum, þar á meðal:

Viljir þú vita meira eða nýta þér réttindi þín eru upplýsingar um hvernig hafa má samband við okkur í samskiptaupplýsingunum hér að neðan.

Kvörtun

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé eins örugg og réttindi þín eins vel vernduð og kostur er. Við förum reglulega yfir ferla okkar og meðferð persónuupplýsinga.

Teljir þú þrátt fyrir það að ekki hafi verið farið með erindi þitt eða réttindi í samræmi við lagaskyldu biðjum við þig um að láta okkur vita, gjarnan með tölvupósti með efnislýsingunni „kvörtun“.

Hægt er að senda okkur erindi á personoplysninger@norden.org.

Sért þú áfram þeirrar skoðunar að meðferð erindis þíns og persónuupplýsinga fullnægi ekki lagaskyldu getur þú lagt fram kvörtun til Persónuverndar í Danmörku, Datatilsynet:

Datatilsynet
Borgergade 28
1300 København K
Danmörku
Sími: +45 33 19 32 00
www.datatilsynet.dk

Samskiptaupplýsingar

Nordisk Ministerråd
Heimilisfang: Ved Stranden 18, 1061 København K, Danmark
Kt. 43041916
Sími: +45 33 96 02 00
Tölvupóstfang: personoplysninger@norden.org
Heimasíða: www.norden.org
Persónuverndarfulltrúi: Claus Kastrup

Tengiliður