Um vefsetrið norden.org

Norden.org er vefsetur um hið opinbera norræna samstarf.

Markmið

Markmið vefsetursins norden.org er að veita innsýn í opinbert norrænt samstarf með því að upplýsa og útskýra hvernig samstarfið er skipulagt, vekja athygli á pólitískum áherslum og gera markmið og árangur samstarfsins sýnilegt.

Vefsetrinu er einnig ætlað að veita upplýsingar um Norðurlöndin sem svæði og tengsl þeirra við aðra heimshluta.

Norden.org er ætlað að aðstoða norræna borgara og aðra skilgreinda markhópa við að nýta sér þá þjónustu og tilboð sem norrænt samstarf býður fram.

Útgefandi og ábyrgðaraðili

Upplýsingadeild skrifstofu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar er útgefandi og ábyrgðaraðili norden.org.

Daglegur rekstur er í umsjá vefritstjórnarinnar.

Tengiliður