Efni

15.01.20 | Fréttir

Börn gera Norðurlönd að stað þar sem best er fyrir börn að vera

Börn og ungmenni hvaðanæva að á Norðurlöndum hafa samið ályktun um réttindi barna sem þau leggja í dag fyrir ráðherra, umboðsmenn og fagfólk á Norræna barnaþinginu í bækistöðvum SÞ í Kaupmannahöfn.

08.01.20 | Fréttir

Ráðherra norræns samstarfs: Við viljum vinna með ungmennum að mótun framtíðar norræns samstarfs

Danska ungmennaráðið og ráðherra norræns samstarfs, Mogens Jensen, hittust í vikunni til að ræða norrænt samstarf. Ósk ráðherrans er sú að ungt fólk verði í aðalhlutverki á formennskuári Dana í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2020.

01.01.20 | Upplýsingar

Norræna ráðherranefndin

Norræna ráðherranefndin er opinber samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna. Framtíðarsýn forsætisráðherra Norðurlandanna er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og best samþætta svæði heims á árunum fram til 2030. Samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni á að þjóna því markmiði.