Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði 2024

Snöklädda berg vid havet i Arktis
Photographer
Unsplash.com
Friður og öryggi eru þema formennskuáætlunar Íslands í Norðurlandaráði 2024. Þar er einnig er fjallað um umhverfismál og jafnréttismál.

Öryggismál sífellt mikilvægari

Öryggismál hafa undanfarin ár verið eitt allra mikilvægasta málefnasvið Norðurlandaráðs og í formennskuáætlun Íslands er áfram lögð áhersla á að vinna í þágu friðar og öryggis, með sérstakri áherslu á norðurslóðir. Norðurlönd þurfa að leggja áherslu á það að norðurslóðir verði lágspennusvæði þegar kemur að hernaði og stuðla að friðsamlegu samstarfi á alþjóðavettvangi.

Aukið jafnvægi milli tungumála

Í formennskutíð Íslands verður einnig lögð áhersla á að kanna hvernig enn betur má tryggja að þátttakendur í norrænu samstarfi sem ekki hafa skandinavískt mál að móðurmáli geti tekið þátt í samstarfinu á jöfnum grundvelli með móðurmáli sínu. Meðal annars verður kannað hvort nýta megi nýja máltækni sem aðstoð við þýðingar og túlkun.

Jafnrétti og jaðarsettir hópar

Réttindi og tækifæri minnihlutahópa og jaðarsettra hópa til að lifa góðu lífi, sérstaklega á strjálbýlli jaðarsvæðum, eru einnig á dagskrá. Í áætluninni er bent á að Norðurlönd hafi vakið athygli á heimsvísu fyrir þau framfaraskref sem hafa verið stigin til að efla kynjajafnrétti og stöðu hinsegin fólk og að mikilvægt sé að halda þeirri vinnu áfram.

Endurskoðun Helsingforssamningsins

Í formennskuáætlun Íslands er vakin athygli á þeirri vinnu sem forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur hafið við að endurskoða Helsingforssamninginn, sem kveður á um hvernig haga beri hinu opinbera norræna samstarfi. Verði samningurinn uppfærður myndi það snerta öryggismál, loftslagsmál og hvaða tungumál skuli notuð á fundum Norðurlandaráð.