Umhverfisverðlaunin
Forrest

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða.

    Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin
    Flicka som bläddrar

    Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir

    Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir voru veitt í fyrsta sinn á þingi  Norðurlandaráðs 2013 við sama tækifæri og önnur verðlaun Norðurlandaráðs.

      Bókmenntaverðlaunin
      Nordiske bøger

      Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

      Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru veitt fagurbókmenntaverki sem er samið á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk eða ljóða-, smásagna- eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.

        Kvikmyndaverðlaunin
        alt=""

        Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

        Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst afhent í tilraunaskyni árið 2002 í tengslum við 50 ára afmælishátíð Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið afhent árlega, auk verðlauna Norðurlandaráðs fyrir tónlist, bókmenntir og starf að umhverfismálum.

          Tónlistarverðlaunin
          klaver

          Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

          Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs taka mið af sköpun og flutning hágæða tónlistar. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár fyrir verk núlifandi tónskáldi og annað hvert ár eru þau veitt litlum eða stórum hljómsveitum.