Málasvið

Hér fæst innsýn í fjölmarga málaflokka og málefni, sem Norðurlönd vinna saman að.

unge_banner

Börn og ungmenni

„Norðurlönd eiga að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni,“ segir í áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í málefnum barna og ungmenna.

Havvindmøller ved Samsø

Orkumál

Markmið norræns samstarfs á sviði orkumála er að stuðla að sýnilegum og viðvarandi lausnum á þeim alvarlegu og mikilvægu áskorunum sem Norðurlöndin standa andspænis. Meðal annars þarf að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja orkubirgðir í framtíðinni.

Siluett

Listir og menning

Norrænt menningarsamstarf myndar sterka heild en listir og menning eru hornsteinn þess sem tengir norrænu ríkin Menningarsamstarfið hefur mikil áhrif á umheiminn og endurspeglar þann grunn sameiginlegra gilda sem norrænu ríkin standa á.

Lærer med sin klasse

Menntun og rannsóknir

Norræna ráðherranefndin vinnur að góðu mennta- og rannsóknasamstarfi á Norðurlöndum - fyrir börn, ungt fólk og fullorðna. Jafnt með tilliti til hreyfanleika, gæða og pólitískra forgangsatriða.

Ordbog

Tungumál

Gagnkvæmur tungumálaskilningur greiðir fyrir hreyfingu fólks milli landa og eflir samkennd íbúanna.

Varme kilder ved Reykjavik

Félags- og heilbrigðismál

Norrænt samstarf um félags- og heilbrigðismál hefur það að markmiði að allir norrænir þegnar njóti félagslegs öryggis og félagslegra réttinda. Lögð er áhersla á að fyrirbyggja félagslegan ójöfnuð og koma í veg fyrir útskúfun viðkvæmra hópa sem standa höllum fæti í samfélaginu.

Grensen mellom Norge og Sverige

Stjórnsýsluhindranir

Afnám stjórnsýsluhindrana felst í því að gera Norðurlöndin opnari.

Indbyggere på Nørrebro

Aðlögunarmál

Samstarfsáætluninni er ætlað að efla norrænt samstarf um aðlögun flóttafólks og innflytjenda með því að miðla reynslu og skapa þekkingu og styðja með þeim hætti við starf að þessum málaflokki í löndunum.

Person med iPad

Stafræn væðing

Tilgangurinn með norrænu samstarfi um stafræna væðingu er að leggja áherslu á Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sem samhangandi og samþætt stafrænt svæði. Sameiginlegar norrænar aðgerðir nýtast borgurum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Brændestabel i skov

Norrænt lífhagkerfi

Norræna lífhagkerfið fjallar um umskipti til vistvæns samfélags. Í því felst að finna valkosti við ósjálfbærar jarðefnaauðlindir. Það er gert með því að endurnýta fráveituvatn og úrgang og skapa hringrásarkerfi og sjálfbærar staðbundnar lausnir.

Familieliv

Jafnrétti

Í meira en fjörutíu ár hafa norrænu löndin unnið að því í sameiningu að auka jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Jafnrétti kynjanna er ein af forsendum þess að norræna líkanið hefur skilað þeim árangri sem raun ber vitni og orðið ein af meginstoðum norrænu velferðarsamfélaganna.

Byhave i Helsinki

Sjálfbær þróun

Á Norðurlöndum ríkir einhugur um að sjálfbær þróun sé meðal mikilvægustu verkefna sem löndin standa andspænis. Sjálfbær þróun er metnaðarfullt og nauðsynlegt markmið.