Málasvið
Hér fæst innsýn í fjölmarga málaflokka og málefni, sem Norðurlönd vinna saman að.

Stafræn umskipti og nýsköpun
Tilgangurinn með norrænu samstarfi um stafræna væðingu er að leggja áherslu á Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sem samhangandi og samþætt stafrænt svæði. Sameiginlegar norrænar aðgerðir nýtast borgurum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum á öllum Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Jafnrétti og LGBTI
Í meira en fjörutíu ár hafa norrænu löndin unnið að því í sameiningu að auka jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Jafnrétti kynjanna er ein af forsendum þess að norræna líkanið hefur skilað þeim árangri sem raun ber vitni og orðið ein af meginstoðum norrænu velferðarsamfélaganna.