Þú getur ferðast, stundað nám og unnið hvar sem þú vilt á Norðurlöndunum. Auk þess er rafmagnið er öruggt, skólamaturinn góður og menningin aðgengileg. Allt er þetta er tilkomið vegna norræns samstarfs.
Norðurlönd eru Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Hér eru gagnlegar upplýsingar um Norðurlönd og norrænu löndin.
Norrænt samstarf hefur verið gert formlegt með samningum sem löndin hafa gert hvert við annað. Hér eru einnig tenglar á réttarheimildasöfn á Norðurlöndum.
Þú getur ferðast, stundað nám og unnið hvar sem þú vilt á Norðurlöndunum. Auk þess er rafmagnið er öruggt, skólamaturinn góður og menningin aðgengileg. Allt er þetta er tilkomið vegna norræns samstarfs.
Norðurlönd eru Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Hér eru gagnlegar upplýsingar um Norðurlönd og norrænu löndin.
Norrænt samstarf hefur verið gert formlegt með samningum sem löndin hafa gert hvert við annað. Hér eru einnig tenglar á réttarheimildasöfn á Norðurlöndum.
Svipuð löggjöf og réttarframkvæmd eru mikilvægir þættir til þess að ná markmiðum forsætisráðherranna um að Norðurlönd verði samþættasta svæði heims. Norrænt samstarf á sviði dómsmála eflir sameiginleg grundvallarviðmið í anda samnorrænna samfélagsgilda í norrænni löggjöf .
Vinnumál
Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norræna velferðarsamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi.
Stafræn umskipti og nýsköpun
Markmiðið með samstarfi um stafræna þróun er að efla Norðurlönd og Eystrasaltslöndin sem samtengd og samþætt svæði. Sameiginlegar aðgerðir í átt að grænum umskiptum eru til gagns fyrir borgara, fyrirtæki og opinbera aðila í öllum löndunum.
Málefni fólks með fötlun
Norrænt samstarf um málefni fólks með fötlun stuðlar að þátttöku fólks með fötlun gegnum öfluga þekkingarmiðlun og náið samstarf um stefnumótun um málefni fólks með fötlun.
Umhverfi og loftslag
Litið er á Norðurlöndin sem fyrirmynd þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Löng hefð fyrir pólitísku samstarfi er mikilvæg ástæða þess. Vaxandi áskoranir gera að verkum að samstarfið verður enn mikilvægara í framtíðinni.
Sjálfbær þróun
Á Norðurlöndum ríkir einhugur um að sjálfbær þróun sé meðal mikilvægustu verkefna sem löndin standa andspænis. Sjálfbær þróun er metnaðarfullt og nauðsynlegt markmið.
Börn og ungmenni
„Norðurlönd eiga að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni,“ segir í áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar í málefnum barna og ungmenna.
Orkumál
Markmið norræns samstarfs á sviði orkumála er að stuðla að sýnilegum og viðvarandi lausnum á þeim alvarlegu og mikilvægu áskorunum sem Norðurlöndin standa andspænis. Meðal annars þarf að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja orkubirgðir í framtíðinni.
Menning
Norrænt menningarsamstarf myndar sterka heild en listir og menning eru hornsteinn þess sem tengir norrænu ríkin Menningarsamstarfið hefur mikil áhrif á umheiminn og endurspeglar þann grunn sameiginlegra gilda sem norrænu ríkin standa á.
Menntun og rannsóknir
Norræna ráðherranefndin vinnur að góðu mennta- og rannsóknasamstarfi á Norðurlöndum - fyrir börn, ungt fólk og fullorðna. Jafnt með tilliti til hreyfanleika, gæða og pólitískra forgangsatriða.
Jafnrétti og LGBTI
Jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum velferðarsamfélagsins í norrænu löndunum í dag og norrænt samstarf um jafnréttismál hefur verið ein af forsendum hins farsæla norræna vinnumarkaðslíkans.
Tungumál
Gagnkvæmur tungumálaskilningur greiðir fyrir hreyfingu fólks milli landa og eflir samkennd íbúanna.