Samningar og löggjöf

Helsingforsaftalen er samarbejdsoverenskomsten mellem Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige. Overenskomsten undertegnedes den 23. marts 1962 og trådte i kraft den 1. juli samme år. 

Helsingforsaftalen er samarbejdsoverenskomsten mellem Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige. Overenskomsten undertegnedes den 23. marts 1962 og trådte i kraft den 1. juli samme år. 

Ljósmyndari
Norden.org
Norrænt samstarf hefur verið gert formlegt með mörgum mismunandi samstarfssamningum sem löndin hafa gert hvert við annað. Eftirfarandi samstarfssamningar eru afar mikilvægir fyrir norrænt samstarf og birtast hér í heild sinni. Hér er einnig að finna hlekki á réttarheimildasöfn í norrænu ríkjunum.

Mikilvægt er að kynna sér fyrirvara Norrænu ráðherranefndarinnar um ábyrgð sem á við þessa texta áður en þeir eru lesnir.

Fyrirvari

Athugið að þessi texti er ekki opinber útgáfa og að eingöngu ber að nýta hann sem hjálpargagn. Textinn hefur engin réttaráhrif og ekki er hægt að nota hann í lagalegum tilgangi.

Norræna ráðherranefndin tekur ekki ábyrgð á innihaldi textans eða hugsanlegum villum í honum. Opinberar útgáfur samninganna er að finna í útanríkisráðuneyti þess ríkis sem vistar viðkomandi samning.

Hugsanlegar breytingar og leiðréttingar á samningunum hafa verið færðar inn í textann. Norræna ráðherranefndin ábyrgist þó ekki að nýjasta útgáfa samningsins sé alltaf fyrirliggjandi.

_________________________

Helsingforssamningurinn

Helsingforssamningurinn – samstarfssamningur milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Samningurinn var undirritaður 23. mars 1962 og tók gildi 1. júlí sama ár. Upphaflegi textinn hefur verið endurskoðaður nokkrum sinnum með samkomulagi sem hafa verið undirrituð 13. febrúar 1971, 11. mars 1974, 15. júní 1983, 6 maí 1985, 21. ágúst 1991, 18. mars 1993 og 29. september 1995. Nýjustu breytingar tóku gildi 2. janúar 1996.

Samningur um samstarf á sviði menningarmála

Samningur milli Norðurlandanna um samstarf á sviði menningarmála frá 15. mars 1971 tók gildi 1. janúar 1972. Breytingar á samningnum voru undirritaðar 13. júní 1983, 6. maí 1985 og 15. september 1989. Nýjustu breytingar tóku gildi 1. júní 1990.

Samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað

Samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað var undirritaður 6. mars 1982 og tók gildi 1. ágúst 1983. Hann kom í stað fyrri samnings frá 22. maí 1954.

Norræni vegabréfaskoðunarsamningurinn

Samningur milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um afnám vegabréfaskoðunar við landamæri innan Norðurlandanna, dagsettur 12. júlí 1957, sem Ísland gerðist aðili að 24. september 1965, með breytingum frá 27. júlí 1979 og viðaukum frá 2. apríl 1973 og 18. september 2000. Samningurinn tekur einnig til Færeyja frá 1. janúar 1961.

Tungumálasáttmálinn

Sáttmáli milli Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Íslands og Noregs um rétt norrænna borgara til að nota móðurmál sitt í öðru norrænu ríki.

Samningur um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs

Samningurinn var undirritaður 13. maí 1987 og tók gildi 13. október 1989. Upprunalega textanum var breytt 29. október 2004 og tóku breytingarnar gildi 29. desember 2005. Samningurinn kveður á um réttarstöðu skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og skrifstofu Norðurlandaráðs.

Samningur milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um réttarstöðu samnorrænna stofnana og starfsfólks þeirra

Samningurinn var undirritaður föstudagur, 9. desember 1988 og tók gildi fimmtudagur, 21. desember 1989. Upprunalega textanum var breytt hinn 3. júlí 2002 og öðluðust breytingarnar gildi hinn 27. júlí 2008. Samningurinn kveður á um réttarstöðu hinna samnorrænu stofnana og starfsfólks þeirra.

Aðrir norrænir samningar og löggjöf

Á Norðurlöndum er einnig að finna opinbera réttarheimildarsöfn með upplýsingum um réttarheimildir með löggjöf einstakra þjóða. Í þessum gagnabönkum getur einnig verið að finna upplýsingar um alþjóðlega samninga.