Um Norðurlandaráð

Overblik over Plenum, Stortinget, Nordisk Råds Session 2018

Overblik over Plenum, Stortinget, Nordisk Råds Session 2018

Photographer
Johannes Jansson
Grundvallarmarkmið þingmanna Norðurlandaráðs er að gott sé að eiga heima, lifa og starfa á Norðurlöndum. Þetta er jafnframt meginmarkmiðið að baki þeim samstarfshugmyndum og tillögum sem mótast í Norðurlandaráði.

Í ráðinu sitja 87 kjörnir fulltrúar. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eiga 20 fulltrúa hvert land, þar af eru tveir af fulltrúum Danmerkur frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi, en tveir af fulltrúum Finnlands eru frá Álandseyjum. Ísland á sjö fulltrúa.

Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð gerðust aðilar að Norðurlandaráði þegar það var stofnað árið 1952. Finnland gerðist aðili árið 1955, Færeyjar og Álandseyjar árið 1970 og Grænland árið 1984. Færeyjar, Grænland og Álandseyjar hafa fengið meira vægi í norrænu samstarfi síðan Álandseyja-yfirlýsingin var samþykkt af samstarfsráðherrunum í Maríuhöfn á Álandseyjum þann 5. september 2007.

Þingmenn og formennska

Fulltrúarnir eru þingmenn á þjóðþingum landanna og eru þeir valdir af þingunum í samræmi við tillögur flokkahópanna. Fulltrúar í Norðurlandaráði eru ekki kjörnir í beinum kosningum.

Norðurlandaráð sem er stjórnað af forsætisnefnd, kemur saman tvisvar ár ári, á þingi, þar sem norrænir þingmenn taka ákvarðanir um þau mál sem þeir vilja að ríkisstjórnir Norðurlandanna finni lausn á.

Á reglulega þinginu á haustin er einnig kosinn forseti, varaforseti og fulltrúar í forsætisnefnd fyrir komandi ár. Löndin skiptast á að gegna formennsku. Hefðbundið þing er haldið í því landi sem fer með formennsku í Norðurlandaráði. Árlegt þemaþing er haldið í því landi sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hverju sinni.

Nefndir

Stjórnmálastarf Norðurlandaráðs fer fram í nefndum og flokkahópum.

Norðurlandaráð fær þjónustu frá skrifstofu sem er hýst á sama stað og skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Einnig eru reknar skrifstofur landsdeilda í þingunum í hverju landi.

Framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs

Samstarfsvettvangur norrænu þjóðþinganna, Norðurlandaráð, ræður framkvæmdastjóra skrifstofu sinnar í Kaupmannahöfn. Til aðstoðar framkvæmdastjóranum er starfsfólk skrifstofunnar. Núverandi framkvæmdastjóri er Kristina Háfoss, Færeyjum.

Framkvæmdastjórinn undirbýr, ásamt starfsfólki, þau mál sem fjallað er um í Norðurlandaráði.

Undirbúningurinn fer fram í samráði við skrifstofur sendinefnda þjóðlandanna og flokkahópa í Norðurlandaráði.

Framkvæmdastjórinn gerir grein fyrir málum í forsætisnefndinni,stýrihópi Norðurlandaráðs.

Dagskrá funda forsætisnefndar er ákveðin í samstarfi við Forseti Norðurlandaráðs.

Framkvæmdastjórinn og forsetinn undirbúa einnig þau mál sem taka á ákvörðun um á fundunum.

Þegar um mál sem ekki á að taka ákvörðun um er að ræða, skal framkvæmdastjórinn ræða þau við yfirmenn skrifstofa sendinefndanna og formenn flokkahópanna.

Forsætisnefnd getur falið framkvæmdastjóra að taka ákvörðun um ýmis mál.

Fyrrverandi framkvæmdastjórar Norðurlandaráðs

2013-2021 Britt Bohlin, Svíþjóð

2007-2013 Jan-Erik Enestam, Finnlandi

1999-2007 Frida Nokken, Noregi

1996-1999 Berglind Ásgeirsdóttir, Íslandi 

1994-1996 Anders Wenström, Svíþjóð

1990-1994 Jostein Osnes, Noregi

1987-1989 Gerhard af Schultén, Finnlandi

1982-1987 Ilkka-Christian Björklund, Finnlandi

1977-1982 Gudmund Saxrud, Noregi

1973-1977 Helge Seip, Noregi

1971-1973 Emil Vindestmo, Noregi

Starfshættir og starfsreglur