Störf í norrænu samstarfi
Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin hafa aðsetur í Kaupmannahöfn. Þar starfa 130 manns frá öllum norrænu löndunum að því að gera pólitískar framtíðarsýnir að veruleika fyrir þær 25 milljónir manna sem búa á Norðurlöndum, öflugu svæði sem er í fremstu röð í heiminum. Við sækjumst eftir starfsmönnum sem vilja taka þátt í að móta framtíð Norðurlanda.