Valgerður Gunnarsdóttir (Indlæg)

Upplýsingar

Speech type
Erindi
Speech number
407
Speaker role
Den Konservative Gruppe
Date

Forseti. Eftirlitsnefndin vinnur afar mikilvægt starf. Hún hefur eftirlit með stofnunum á vegum Norðurlandaráðs. Eftirlitsnefndin hefur líka það mikilvæga hlutverk að kynna sér starfsemi þeirra stofnana og fjárhag. Fara verður vel með almannafé og í flestum tilfellum hefur komið í ljós að svo er. Jan kom inn á að við höfum einnig með 8 ára regluna að gera og gagnrýnisraddir hafa heyrst um hana, hún hentar ekki í öllum tilvikum. Það hefur líka valdið því að í sumum tilfellum er fólk farið að horfa í kringum sig eftir 4 til 5 ár eftir nýju starfi sem er í sjálfu sér eðlilegt. Hins vegar hefur 8 ára reglan það jákvæða í för með sér að skipti eiga sér stað, það kemur inn nýtt blóð, það koma inn nýir straumar og orka og við erum þá ekki að staðna í þessum störfum.

Á þessu þingi heimsóttum við Norræna húsið í Reykjavík og það var sérstaklega ánægjulegt að koma þangað og sjá og finna mikla ástríðu hjá þeim sem nú er forstöðumaður Norræna hússins. Það hefur líka komið fram hér í morgun að við höldum upp á 50 ára afmæli Norræna hússins árið 2018. Nú þegar hafa endurbætur farið af stað en betur má ef duga skal. Þetta er merkilegt hús, listaverk eftir Alvar Aalto, sem okkur ber að varðveita. Ég beini því til ráðherranefndarinnar að styðja vel við endurbætur á húsinu þegar til kastanna kemur.

Skandinavisk oversættelse

Præsident. Kontrolkomitéen udfører et særligt vigtigt arbejde. Komitéen fører tilsyn med institutionerne på vegne af Nordisk Råd. Kontrolkomitéen har den vigtige opgave at sætte sig ind i institutionernes virksomhed og økonomi. Offentlige midler bør forvaltes forsvarligt, og dette viser sig som regel at være tilfældet. Jan var inde på, at vi også beskæftiger os med 8 års-reglen, og at der er fremført den kritik, at reglen ikke altid er hensigtsmæssig. Den har også ført til, at folk begynder at se sig om efter et nyt arbejde, når de har arbejdet i fire til fem år, hvilket i sig selv er naturligt. Derimod har 8 års-reglen den positive effekt, at der sker en udskiftning, der kommer frisk blod, der kommer nye strømme og energi, samt at vi ikke går i stå i disse jobs.

I forbindelse med denne session besøgte vi Nordens Hus i Reykjavik, og det var særdeles tilfredsstillende at komme der og se og fornemme den entusiasme, som den nuværende direktør for Nordens Hus gav udtryk for. Det blev også nævnt her i morges, at vi fejrer Nordens Hus‘ 50 års jubilæum i 2018. Huset er blevet renoveret, men der er behov for yderligere istandsættelse. Vi bør bevare denne vigtige bygning, et kunstværk skabt af Alvar Aalto. Jeg opfordrer derfor ministerrådet til at støtte godt op om en istandsættelse af bygningen, når det bliver aktuelt.