2005 Sjón, Ísland: Skugga-Baldur

2005 Sjón, Island: Skugga-Baldur

Um höfundinn

Sjón heitir fullu nafni Sigurjón Birgir Sigurðsson og er fæddur á Íslandi. Fyrsta ljóðabók hans kom út þegar hann var aðeins 16 ára að aldri en síðan hefur hann gefið út sjö ljóðabækur til viðbótar. Hann hefur skrifað fimm skáldsögur og samið söngtexta fyrir Björku Guðmundsdóttur.

Um vinningsverkið

Skugga-Baldur er skáldsaga um íslenskan prófast og refaveiðar þar sem Sjón beitir frásagnarstíl í anda íslenskra þjóðsagna. Prófasturinn Baldur Skuggason er ein aðalpersóna sögunnar. Hann er vondur maður og skuggalegur. Önnur mikilvæg sögupersóna sem fylgir allri sögunni er undarlegt afkvæmi kattar og tófu og má þar skynja séríslenska kímnigáfu höfundar. Skugga-Baldur er stutt skáldsaga og skiptist í fáa kafla. Á sumum síðum eru aðeins nokkrar línur með miklu millibili sem leiða hugann að víðáttum íslenskrar náttúru. Efnisfastur stíllinn vegur salt á mörkum prósa og ljóðs. Skugga-Baldur er einnig samtíðarsaga þar sem siðferðisleg álitamál eru tekin fyrir. Eru hinir veikburða, fötluðu og þroskaheftu velkomnir í heim þar sem hægt er að flokka þá frá þegar í móðurkviði?


Skugga-Baldur

Útgáfa: Bjartur 

Útgáfuár: 2005

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Skugga-Baldur leikur sér á mörkum ljóðs og prósa. Skáldsagan leitar á mið íslenskra þjóðsagna og beitir rómantískum frásagnarstíl í hrífandi sögu þar sem drepið er á siðferðislegum álitamálum samtíðarinnar.