Växjö-yfirlýsingin: Dýravernd og matvæli

25.06.07 | Yfirlýsing

Upplýsingar

Ráðherrar í ráðherranefnd um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt, MR-FJLS, telja að virða skuli rétt dýra sem lifandi vera. Ráðherrarnir vilja staðfesta mikilvægi góðrar dýraverndar, sem ber vitni um siðferðileg gildi samfélagsins og tryggir stöðu Norðurlandanna í fararbroddi ríkja sem hafa skilning á því að samhengi er á milli heilbrigði dýra og dýraverndar.

Norrænir sérfræðingar komu saman í Stokkhólmi þann 16. apríl og kynntu þarnýjustu niðurstöður um mikilvægi dýraverndar fyrir framleiðslu á dýraafurðum.

Á fundir ráðherranna, MR-FJLS, sem haldinn var í Växjö þann 26. júní var rætt áfram um málið og ráðherrarnir

  • eru sammála um mikilvægi þess að taka tillit til dýraverndar og að góð dýravernd er mikilvæg fyrir norræna samkeppni
  • vilja efla rannsóknir um dýraverndarmál, meðal annars tenginguna milli góðrar dýraverndar og gæða dýraafurða
  • telja að gæði í þessu samhengi feli jafnt í sér öryggi matvæla, næringargildi, bragð og útlit, sem og framleiðsla þar sem tekið er mið af siðferðilegum og umhverfis- og loftslagssjónarmiðum
  • vilja efla samstarf og miðlun reynslu innan Norðurlanda, með það að markmiði að vinna saman að norrænni afstöðu
  • sem leggur áherslu á að Norðurlöndin séu virk innan ESB/EES og á alþjóðavettvangi hvað varðar dýravernd, til að mynda í Alþjóðastofnuninni um heilbrigði dýra, OIE, og í Evrópuráðinu.

Ráðherrarnir munu hvetja embættismannanefndina um fiskveiðar, landbúnað, matvæli og skógrækt, ÄK-FJLS, til að vinna að því að varpa frekari ljósi á dýravernd þegar dýr eru nýtt til framleiðslu neysluvöru. Norrænir neytendur vænta þess að matvælaframleiðsla sé byggð á góðri dýravernd.

Ráðherrarnir vilja tryggja að dýravernd verði mikilvæg stærð sem, þegar það á við, verði tekið tillit til við mat á nýjum verkefnisumsóknum.