1974 Villy Sørensen, Danmörk: Uden mål – og med
Um höfundinn
- Skáldskapur minn felst ekki í því að finna upp á einhverju heldur að finna og túlka, sagði Villy Sørensen um verk sín. Um hann hefur verið sagt að hann væri hvorki ljóðskáld né heimspekingur. Hann var bæði og. Hann endurorti goðsagnir, skrifaði samfélagsgagnrýnar ritgerðir og tók fyrir ýmsar persónur innan heimspeki og menningar: Nietzsche, Kafka, Seneca, Wagner og meira að segja Jesúm (og Krist)! Hann skrifaði um ævi H.C. Andersen fyrir börn. Um frjálsan vilja, smásögur, endurminningar og ýmsa fróðleiksmola. Allt var það þaulhugsað, skrifað af mikilli þekkingu og ort á næman hátt.
Um vinningsverkið
Uden mål – og med: Moralske tanker var fyrsta ritgerðasafnið sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þar tekur Villy Sørensen fyrir ýmis álitamál samtíðarinnar og kryfur þau til mergjar. Siðferðislegar og samfélagslegar afleiðingar nútíma vísinda og tækni, vandann sem í valdinu býr, pólitískar útópíur, sköpun þeirra eða niðurrif og málefni sem varða stöðu listar og heimspeki í nútímanum. Höfundur tekur mannlífið fyrir í víðtækri merkingu þess orðs og varpar fram þeim tveimur spurningum sem koma fram í titli bókarinnar: Getur manneskjan lifað án markmiðs? En einnig: Getur manneskjan lifað með markmið?
Uden mål – og med
Útgáfa: Forlaget Gyldendal
Útgáfuár: 1973
Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1974 voru veitt rithöfundinum Villy Sørensen fyrir ritgerðasafnið Uden mål – og med. Með rökfræði fléttar hann saman hugtök og fyrirbæri frá ýmsum sviðum mannlífsins. Þannig dregur hann fram sameiginleg viðfangsefni lista, vísinda, siðferðis og stjórnmála í viðleitninni til að uppfylla draum manneskjunnar um betri framtíð. Allt er þetta sett fram í mjög meðvituðum og listrænum prósa.