1989 Dag Solstad, Noregur: Roman 1987

1989 Dag Solstad, Norge: Roman 1987
Tom Sandberg

Um höfundinn

Dag Solstad er einn þeirra fjölmörgu listamanna af þeirri kynslóð sem sagan lýsir og tóku virkan þátt í marx-lenínísku sellustarfi á yngri árum. Hann er fæddur í Sandefjord í Suður-Noregi og býr nú ýmist í Ósló eða Berlín. Skáldsögur sínar skrifar hann oft í flóknum módernískum stíl en á þó til að bregða fyrir sig einfaldari stíl. Meðal frumlegri verka Solstads eru bókmenntalegar lýsingar frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta en einnig má nefna fjölda ritgerða og blaðagreina.

Um vinningsverkið

Roman 1987 er skáldsaga en að forminu til er hún innra eintal og fjallar um líf og hlutskipti einnar kynslóðar á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Þar rifjar höfundur upp sannfæringarkraftinn í pólitísku flokksstarfi, mótmælagöngur, áróður á verksmiðjugólfinu, kommúnulíf, sjálfboðastörf, hjónabönd, skilnaði, ný sambönd - svo eitthvað sé nefnt. Frá öllu þessu er sagt af mildri hæðni. Solstad leit þó ekki þannig á að hann hefði skrifað játningarbókmenntir úr víglínunni, markmið hans var öllu fremur að lýsa örlögum heillar kynslóðar.

Roman 1987

Útgáfa: Forlaget Oktober 

Útgáfuár: 1987

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í liprum texta lýsir Dag Solstad af hæðni, léttleika og samkennd afdrifum 1968-kynslóðarinnar, mistökum hennar og örlögum í norskum smábæ.