1999 Pia Tafdrup, Danmörk: Dronningeporten

1999 Pia Tafdrup, Danmark: Dronningeporten

Um höfundinn

Pia Tafdrup fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp á Norður-Sjálandi. Fyrsta bók hennar kom út árið 1981. Ein þekktasta ljóðabók hennar er Krystalskoven (1992) en auk ljóða hefur hún samið skáldsögur og leikrit. Pia Tafdrup var valin í Dönsku akademíuna árið 1989 og á einnig sæti í Evrópsku ljóðaakademíunni (European Academy of Poetry). Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, þar á meðal norrænu verðlaun Sænsku akademíunnar og bókmenntaverðlaun Weekendavisen.

Um vinningsverkið

Dronningeporten orti Pia Tafdrup eftir ferð sína til Jerúsalem. Þar gekk hún í heilan dag um gamla borgarhlutann og tók þá eftir því að ekkert af átta hliðum borgarinnar bar kvenlegt tákn. Því fékk hún þá hugmynd að skálda kvenlegt hlið – Drottningarhliðið. Ljóðin skiptast í níu hluta eða kafla. Í hverjum kafla eru sjö ljóð og bera þeir heitin: Dropinn, Vatnið, Áin, Brunnurinn, Hafið, Vökvar lífsins, Laugin, Regnið og Regnboginn. Myndmál textans er vatnið sem tengir hann hinu kvenlega. Munúðarfullur og hnitmiðaður textinn ber með sér tvíræða fegurð. Pia Tafdrup yrkir um konuna og líkama hennar. Um samband móður og dóttur, munúð, ást, þungun, fæðingu, dauða, hamingju og sorg. Uppbygging ljóðanna kallast á við stöðugar tilvísanir í bókmenntir, sígilda tónlist og myndlist.

Dronningeporten

Útgáfa: Forlaget Gyldendal 

Útgáfuár: 1999

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Dronningeporten eftir Piu Tafdrup er ljóðasafn um vatnið og allar birtingarmyndir þess. Frumskilyrði hringrásar náttúrunnar og manneskjunnar endurspeglast í kvenlægum hugmyndaheimi sem snýst í kringum líkamann. Ljóðrænn textinn býr yfir miklum myndrænum og tilfinningalegum krafti.