Norræn styrkjakerfi
Hér geturðu lesið um hvernig þú sækir um styrki úr norrænu samstarfi.
Á vefnum norden.org er að finna útboð og styrkjakerfi sem opinbert norrænt samstarf býður upp á en þar geturðu leitað að fjármögnun eða öðrum stuðningi við verkefni þitt. Umsóknarfrestir, styrkjaform og umsýslustofnanir eru mismunandi eftir því um hvaða styrki er að ræða.
Ef þú ert með spurningar varðandi einstök styrkjaform geturðu leitað til þeirrar stofnunar eða sjóðs sem sér um styrkveitingarnar.
Spurning til Info Norden
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.