Starfshópur 1: Sjálfbær þróun landsbyggðar

Þróun landsbyggðar er mikilvægt málefni á öllum Norðurlöndunum og á Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Allnokkrar áskoranir hafa áhrif á öllum svæðunum, svo sem lýðfræði, þjónusta, innviðir, stafræn tæknivæðing, atvinnulíf, húsnæði, aðdráttarafl, menntun og hlutfall fólks á vinnumarkaði, náttúra og umhverfi.

Þróun landsbyggðar, strjálbýlis og jaðarsvæða skiptir máli fyrir sameiginlega þróun á öllum Norðurlöndum. Taka verður tillit til þeirra möguleika sem eru til staðar á öllum svæðum á Norðurlöndum og með því vinna gegn auknu ójafnvægi milli svæða, til dæmis varðandi hagvöxt, fólksfjöldaþróun, aðgang að þjónustu, hlutfall milli kynja og menntunarstig.

Nordregio, alþjóðleg fræðastofnun í skipulags- og byggðamálum sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, ber ábyrgð á skrifstofu starfshópsins.