Starfshópur 2: Nýskapandi og þanþolin svæði

Svæðisbundinn og staðbundinn hagvöxtur á Norðurlöndum verður til gegnum nýsköpun og viðskipti. Máli skiptir að byggðastefna styðji og örvi svæðisbundið nýsköpunarumhverfi og aðgerðir sem eru hvetjandi fyrir atvinnulífið þannig að svæðin geti nýtt sér möguleika sína til að þróast á snjallan og sjálfbæran hátt.

Koma þarf á fót og þróa stefnumótandi samvinnu milli rannsókna, stjórnvalda og atvinnulífs í borgum og á landsbyggðinni með sjálfbæra þróun að markmiði. Áhugavert er að vinna áfram að þróun klasa og svæðisbundinna nýsköpunarferla og sömuleiðis að skilja og byggja á möguleikum og áskorunum hnattvæðingar. 

Nordregio, alþjóðleg fræðastofnun í skipulags- og byggðamálum sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, ber ábyrgð á skrifstofu starfshópsins.