1979 Ivar Lo-Johansson, Svíþjóð: Pubertet

1979 Ivar Lo-Johansson, Sverige: Pubertet
© Pressens Bild - Folke Hellberg

Um höfundinn

Ivar Lo-Johansson er einn helsti fulltrúi sænskra alþýðubókmennta. Foreldrar hans voru landbúnaðarverkamenn í Södermanland en skáldið fjallaði oft um átthagana í smásögum og skáldsögum sínum. Ivar Lo-Johansson skrifaði í epískum stíl þar sem hann fléttaði saman nöprum og allt að vísindalegum athugunum við tilfinningaþrungna samstöðu með þeim lúnu og útskúfuðu sem sitja á botni samfélagsins, misnotaðir og píndir.

Um vinningsverkið

Pubertet er fyrsta bindi endurminninga af fjórum. Þar rifjar höfundur upp æskuár sín og skáldadrauma. Tíma þar sem einnig var sárt að segja skilið við öryggið þrátt fyrir að nánasta umhverfi hans hafi lagt á hann fjötra. Það er athyglisvert að sjá hvernig fullorðnu skáldinu tekst að laða fram mynd af þeim heimi sem umlukti hann. Einnig er aðdáunarvert hvernig honum tekst að skapa jafnvægi milli eigin reynslu og atburða í samfélaginu.

Pubertet

Útgáfa: Albert Bonniers Förlag 

Útgáfuár: 1979

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1979 voru veitt sænska skáldinu Ivar Lo-Johansson fyrir sjálfsævisögulegt verk hans, Pubertet. Þar lýsir hann uppvexti sínum og samfélagi af hreinskilni, viðkvæmni og ástríðu.