1992 Fríða Á. Sigurðardóttir, Ísland: Meðan nóttin líður

Um höfundinn
Fríða Áslaug Sigurðardóttir fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi. Hún lauk háskólaprófi í íslensku og bókmenntum árið 1979. Áður hafði hún unnið við bókavörslu og kennslu. Fyrsta bók hennar, smásagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegt, kom út árið 1980 en síðan sendi hún frá smásögur og skáldsögur. Hún þýddi einnig verk erlendra höfunda þar á meðal Doris Lessing og Jean M. Auel.
Um vinningsverkið
Meðan nóttin líður virðist í fyrstu vera ættarsaga en bókin brýtur mörk þeirrar bókmenntagreinar því formið er langt frá því að vera hefðbundið. Sögupersónan er Nína sem nýtur velgengndi í starfi sínu á auglýsingastofu. En á hana sækja einnig minningar fjögurra kynslóða kvenna þegar hún situr við dánarbeð móður sinnar. Allar þessar minningar raðast saman í frásögn Nínu á hlutlægan og brotakenndan hátt en um leið varpa minningar hennar og reynsla ljósi á andstæður milli gamalla kvenhlutverka og nútímalífs.
Meðan nóttin líður
Útgáfa: Forlagið
Útgáfuár: 1990
Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar
Skáldsagan er djörf og nýstárlæg en býr einnig yfir ljóðrænni fegurð. Í verkinu er horfið til fortíðar í leitinni að lífsgildum sem fela í sér boðskap til samtíðar okkar. Sagan gerist í stórbrotnu landslagi Vestfjarðakjálkans og náttúrulýsingarnar eru hluti af fjölkyngi textans. Sagan reynir ekki að telja okkur trú um að við skiljum raunveruleika formæðra okkar að fullu. Hún vekur spurningar og er um leið mjög leitandi. Fríða Á. Sigurðardóttir lýsir á ljóðrænan hátt þörf okkar fyrir söguna og frásagnir og hve erfitt er að finna sannleika um lífið og listina.