Eldra fólk og loftslagsmál – Báðum til gagns

Yfirlit yfir starf og samstarf eldra fólks á Norðurlöndunum á sviði loftslagsmála

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Hér birtast niðurstöður fyrsta hluta af þremur í norræna verkefninu Eldra fólk og loftslagsmál – báðum til gagns, sem unnið er af Environice fyrir íslenska umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina og er fjármagnað af ráðherranefndinni.Þessi fyrsti hluti inniheldur yfirlit yfir starfandi samtök eldra fólks á Norðurlöndunum, sem helga sig baráttunni gegn loftslagsbreytingum, en slík samtök eru starfandi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.Skjalið sem hér birtist hefur öðru fremur þann tilgang að nýtast á norrænni málstofu eldra fólks um loftslagsmál, sem haldin verður í Reykjavík í lok september 2023.
Publication number
2023:903